Morgunblaðið birti pistil Gústafs Níelssonar í gær, og hét hann því fallega og göfuga nafni:
Að elska sitt eigið kyn
Þar telur Gústaf að það samræmist ekki lögmálunum sem Guð setti okkur mannfólkinu á jörðinni að elska sitt eigið kyn. Og einsog fleiri góðir menn virðist hann þekkja vilja Guðs betur en ég. Ég hélt að maður sýndi Guð þá virðingu að gera Guði ekki upp skoðanir:
Heyrðu Guð, ert þú meira fyrir homma en konukalla?
Heyrðu Guð, ert þú meira fyrir epli en appelsínur?
Heyrðu góði Guð, heldur þú meira með F.H. en Haukum?
Því Guð treystir okkur fyrir stórum og smáum mál og ansar því ekki ef draga á Guð inní svona flokkadrætti.
Á ég að spurja Guð að e.f.:
Heyrðu Guð, á ég að fara á klósettið núna?
Nei, auðvitað ekki, Guð treystir mér tilað vita það sjálf.
Guð treystir mér fyrir stórum hluta af lífi mínu sem Guð og mamma og pabbi gáfu mér og fleiri hafa komið við sögu tilað auðga það og veita lífi mínu brautargengi og góða og skemmtilegra daga.
En svo eru önnur mál sem eru of stór fyrir mig og þá verð ég að biðja um handleiðslu frá Guði. T.d. :
Guð, viltu hjálpa mér í að taka ákvörðun, viltu hjálpa mér þegar ég er svona ótrúlega sorgmædd einsog ég verð stundum, Guð viltu koma vitinu fyrir þessa ríkisstjórn sem hefur ollið óhugnanlegu jarðraski við Kárahnjúka...
En ég get ekki hringt í Guð og spurt:
Guð, hatar þú homma?
Og afhverju ætti Guð að hata homma?
Afþví tveir karlkynslíkamar sem elskast geta ekki búið til börn? Er það útafþví sem Guð ætti að hata homma?Er kynlíf um að búa til börn? Er kynlíf barnaframleiðsla? Verksmiðja. Production of children? Ó, ég hélt að kynlíf væri ýmislegt fleira og getnaður væri lítil hluti þess. Ég veit t.d. sem starfsmaður í heilbrigðisgeira að það kynlíf sem verður að fara fram og getnaður megi verða er aðeins stundað í 15% tilvika af öllu því kynlífi sem fram fer í heiminum. SVona eru nú tölfræðirnar og þær ljúga ekki. ÞEtta var rannsókn sem gerð var á fólki sem átti stutt eftir og hafði engan hag af því að ljúga. Fólk sem á stutt eftir segir oft sannleikan - a.m.k. þorir það því meir en hinir. Okkar reynsla í heilbrigðisgeiranum. Kannski ég segi að Guð segi það líka Guðs reynslu eða að þannig hafi Guð hugsað sér einmitt að útbúa okkur... MEira um Gústaf eða um skoðanir hans:
Hvers vegna vill Guð þá aðeins þannig kynlíf sem veldur getnaði, Gústaf?
Vill Guð stanslaustar barneignir í hvert sinn að tvær manneskjur leggjast saman og elskast? Eða í tíunda hvert sinn? Ég held ekki - ef Guð vildi það t.d. þá hefði Guð búið líkama konunnar þannig að hún gæti eignast barn til áttræðs t.d. og Guð hefði ábyggilega gert jörðina þannig úr garði gerða að hún væri mjög hentug fyrir fjöldann allan af börnum. Að það væri auðveldara fyrir börn að hugsa um sig sjálf, nálgast mat á eigin vegum, og þau væru betur sjálfbjarga í náttúrunni, einsog t.d. litlar mýs og kanínur eru.
En Guð bjó til ákveðinn mekkanisma svo konur eru frjóar í c.a. 20 ár ævi sinnar, sem er aðeins c.a. einn fjórði af ævi konu sem verður áttræð.
Og Guð gæti hafa búið til þessa ásthrifningu sem verður oft á tíðum á milli fólks af sama kyni afþví að Guð var með því móti að finna upp ákveðna tegund af kynlífi milli fullorðins fólks sem EKKI veldur frjóvgun og getnaði, sem er til þess gert aðeins að auðga andann og búa til áhyggjulausar sælustundir unaðar og frelsis tveggja einstaklinga í faðmi hvors annars. Kannski var það hugmynd Guðs með þessu sköpunarverki:
Ástum fólks af sama kyni. Að elska sitt eigið kyn. Að búa til kynlíf sem þyrfti ekki getnaðarvarnir.
En það var líka fyrir þá tíð að menn og konur fóru að sofa hjá hundum og öpum, og ná sér í að búa til ýmisskonar kynsjúkdóma, sem aftur hafa kallað á nauðsynina á e.k. hlýfðarfatnaði einsog verjum, smokknum.
En við tökum líka afleiðingar gerða okkar við mannfólkið, því við erum ekki ábyrgðarlaus, við kunnum að passa okkur sjálf líka og við leitum uppi aðferðir tilað lækna okkur þegar við veikjumst. Kynsjúkdómar eru eðlilegasti hlutur einsog kvef, og aðrar umgangspestir.
Og við smitumst ekki aðeins af sjúkdómum, því hver segir okkur að græðgin sé ekki smitandi, þunglyndið, fýlan, leiðindin og depurðin?
Að minnsta kosti ég verð döpur ef sit ég við hliðiná döprum manni - og hvað er að því? Það er bara dásamlegt að fólk hafi þó einhver áhrif hvert á annað á meðan að þeir sem fara með völdin hlusta t.d. ekki mikið á það. Ég vil að annað fólk setji mark á líf mitt.
Gústaf Níelsson skrifar í Morgunblaðið fyrsta desember:
"Leiðtogahlutverk er jafnan vandasamara, en hlutverk vikapilts."
Og ég get ekki verið meira ósammála Gústafi.
Gústaf skrifarí Morgunblaðið fyrsta desember:
"Er ekki hámark sjálfselskunnar að leggja ást á sitt eigið kyn, og slík ást getur aldrei borið ávöxt."
Ég spyr Gústaf: Hvenær hefur það verið sjálfselska að elska náunga sinn?
Og annar póll: vinur systur minnar segir: ég er samkynhneigður þegar ég stunda ást með sjálfum mér einsog t.a.m. svo sjaldan sem ég geri sjálfsfróun?
Gústaf skrifar:
"...en stjórnarandstaðan mun taka þann kaleik frá henni og aðstoða dyggilega við það óþurftarverk, ásamt mörgu innan kirkjufólki, sem nú leggur nótt við dag, svo finna megi fáránleikanum stoð í kenningu Krists...."
Kærleiksboðskapur Krists einsog ég les hann skiptir ekki fólki í flokka og hópa og aðskilur einn frá öðrum, heldur finnst mér kærleiksboðskapur Krists vilja sameina okkur og kenna okkur aðrar hugmyndir - sem því miður hafa aldrei náð neinu brautargengi í heiminum - í að bregðast við í lífinu, einsog t.d. með fyrirgefningu í stað haturs, og hefndar. Viðbrögðin okkar í lífinu eru afar oft alls ekki í samræmi við kærleiksboðskap Krists og þessi pistill Gústafs gæti ekki verið fjarri kærleiksboðskap Krists er hann dregur svona fólk í dilka og hatast við ákveðna tegund af meðbræðrum sínum og systrum.
Gústaf, ég vil sendi þér kærleika og fyrirgef þér reiðina sem þú virðist bera í brjósti þínu gagnvart fólki, einsog t.d. systur minni, sem elskar m.a. sitt eigið kyn.
Heyrðu Guð, er það rétt sem Gústaf segir að þér líkar ekki við ástir á milli tveggja kvenna og karla?
No comments:
Post a Comment