Sunday, December 18, 2005



dætur mínar koma mér á óvart, sú eldri fór á bakvið mig og mér sárnaði en amma hennar sagði við mig, dóttur sína, að það væri í náttúru fólks að fara á bakvið foreldra sína, og þó ég heyrði þetta sagt við mig af konunni sem ég fór einhvern tímann á bakvið, kannski nokkrum sinnum, þegar ég var á sama aldri og dóttir mín, ræð ég ekki við sárindin sem ég verð fyrir, systir minni þykir þetta heldur ekkert mál og ofureðlilegt, að eldri dóttir mín skyldi ekki segja mér frá demantinum sem hún setti í naflann, og ég sakna þess að fá engan hljómgrunn fyrir gremjuna í sjálfri mér, mamma er hafin yfir allt, og systir mín tekur ekki uppeldismál alvarlega, ég veit ekki hvernig barnið hennar væri ef hún ætti barn, en kannski hefði hún það fast í snúru, hún hefur a.m.k. sagt að hún mundi ekki senda það í skóla heldur kenna því sjálf, æj, ég veit það ekki, ég er hálf spæld, ég fór út að skemmta mér í gær og sá engan fallegan strák neins staðar, eða karlmann, svo fegurðarskyn mitt er líka vansvefta, ég er dálítil strákaflenna, ég sakna stráka, kannski ég ætti að eignast strákavin, en hvað gerir maður með strákavini sínum? situr á kaffihúsi og ræður um börnin sín og stjórnmál? ef ég væri óvirkur alki gæti ég átt strákavin í búningi trúnaðarmanns og við hist á kaffihús og talað um alkahól og alkahólisma og skipst á góðum ráðum, og talað um tiltektir og IKEA, en ef maður er ekki alki er minni möguleiki á að eiga strákavin ef maður er fjörtíu ára kona, æj, ég er að rugla, ég ætla að taka asperin og leggjast í sófann og horfa á popppunktinn

- systir mín var óþolandi í símanum í dag
- hún ætlar að gefa pabba disk með roger miller og mér disk með kate bush
- ég vorkenni henni að vera svona leiðinleg
- líklega eru dætur mínar skemmtilegri en ég
- rokkland er frábær þáttur, ólipalli er æði









No comments: