Tuesday, February 28, 2006

bréf frá hjónunum í germany og greenland



elsku maddamma mín,

fundurinn í gær var áhugaverður, en mig dreymdi samt nakta karlmenn sem litu út einsog grískir guðir í alla nótt, það vildi ég að ég væri ekki svona ólögulegur í vextinum, þá hefði ég meira hugrekki tilað nálgast þá, draumamenn mína, en ekki það að þeir vilji ekki nálgast mig, ég er svo hissa, þeir kæra sig kollótta þótt ég sé með bumbu og skvalp, þeir elska mig þrátt fyrir það, elska mig grimmt og blítt, ég veit að mig má ekki dreyma svona drauma, en hvað get ég gert, ég var sofandi, kannski ég fari á annan fund í kvöld, það þarf ekki að vera að allt takist í fyrstu tilraun, svona draumar hverfa ekki með einni aspíríni var mér sagt af einum þarna á fundinum
vonandi geng ég ekki fram af þér besta kona mín
þinn að eilífu


elsku maðurinn minn,
þetta er allt í lagi, allt í lagi vinur, mig dreymdi líka homma í alla nótt, þeir voru með þá mestu standpínu sem ég hef á ævi minni séð (ég ef ekki séð þær margar, ha, ha, ha, þú veist) og stærstu typpi sem ég hef augum litið, á stærð við sjónauka eða stærri, og ég var brjáluð í þau en mennirnir vildu ekkert með mig hafa ):
þín að eilífu





öskudagur




við vitum ekki hvað er að gerast því klukkan átta á morgnanna er að verða bjart og núna klukkan hálf tíu skín sólin í augun á okkur, hvað er að gerast, það er einsog jörðin sé eitthvað fljótari núna í ár að láta dagsbirtuna vaxa á okkur, þetta er ótrúlegt, við trúum varla okkar eigin augum, hér rétt fyrir stuttu síðan var þessi gluggi sem nú er að fylla sig af sólskini blindfullur af myrki á þessum sama tíma dags, við mundum halda að tíminn væri á undan áætlun í ár

í dag munum við borða baunir

á morgun öskudag förum við í bæinn að sjá skrúðbúningana

bráðum förum við í bíó




Monday, February 27, 2006

svar við kvöldbréfi



elsku besti séra minn, bara örstutt orðsending: ég styð þig í sérhverju sem þú tekur þér fyrir hendur auðvitað, hvað sem þér dettur í hug að gera, ég treysti dómgreind þinni elsku besti kallinn minn, gott hjá þér að fara á þennan stuðningsfund hjá andlegum hommum sem mun ábyggilega gera þér gott og auðga andann, ég sjálf ætla að fara snemma í háttinn og lesa í góðri bók fyrir svefninn, þín heittelskaða maddamma

p.s. þó þú misnotaðir líkama þinn með eiturlyfjum, yrðir bankaræningi, misstir vitið, ég mun ganga til endimarka þessa heims fyrir þig, fyrir þig elsku litli homminn minn

góða nótt hugrakki presturinn minn og sofi þitt stórhuga og vindumprýdda höfuð rótt, ég veit hvað þú hefur mátt þola, þín að eilífu, góðan bata











kvöldbréf til eiginkonunnar



elsku besta eiginkona mín þú sem skilur mig svo vel

hvað heldurðu, hvað heldurðu, jah, nú höfum við aldeilis komist í feitt, í dag fór ég í göngutúr í garði hér nálægt, indælum og fögrum, í vetrarstillunum, nú nú, settist ég á bekk og var ekki lengi einn er settist hjá mér indælis munkur sem sagði mér það í óspurðum fréttum að hann væri meðlimur í félagsskap kaþólskra homma sem lifðu hreinlífi sem munkar, hann sagði mér að mjög eðlilegt væri fyrir munka og kaþólskra presta að hafa samkynhneigt tilfinningalíf afþví að frá barnæsku ættum við svo auðvelt með að persónugera Guð sem karlmann, himnaföðurinn, og sem við elskum Guð, / hann, og þjónum, byggjum við þarna á landamærunum, svo nærri svo nærri þessum saurlífishommum sem stunda kynlíf hver með öðrum og virða engin mörk, en þessi félagsskapur væri komin tilað vernda okkur hina tilað stíga ekki yfir línuna, en halda okkur í hæfilegri fjarlægð frá dýrkun djöfullegra hvata, hann bauð mér á fund, já, ég er að hugsa um að fara á stuðningsfund hjá kaþólskum óvirkum hommum sem starfa sem þjónar kirkjunnar í dag, þetta eru alþjóðleg samtök, hvernig líst þér á frú mín góð

ég elska þig af öllum mínum mætti og sálarkröftum þó mun ást mín til þín aldrei skyggja á ást mína til Guðs





www.Bigoo.ws


www.Bigoo.ws


www.Bigoo.ws


www.Bigoo.ws


www.Bigoo.ws


www.Bigoo.ws


www.Bigoo.ws


www.Bigoo.ws


www.Bigoo.ws


www.Bigoo.ws


www.Bigoo.ws


www.Bigoo.ws


www.Bigoo.ws


www.Bigoo.ws


Glittery texts by bigoo.ws



bréf til hins geisllega fulltrúa og jarðneska



elsku besti kæri síra minn


hér í útlegðinni uppá grænlandi les ég þitt einlæga bréf með lotningu og skil og kann að meta djarfar óskir þínar, ég vildi einnig vera hommi elsku besti maðurinn minn, ég er hundleið á því að vera drusla, kvenmaður, alltaf þóknandasti öðrum, hlýðandi skipunum, hlýðandi samviskubitinu, hlýðandi mínu alltumvefjandi ástríka hjarta, því ég elska af öllum lífs og sálarkröftum, og ef ég ætti eina ósk og óskadísin myndi fljúga til mín og bjóðast tilað uppfylla hana, núna, myndi ég svara henni: viltu breyta mér í homma, þá myndum við, þú og ég fallegi viðkvæmi eiginmaður minn, geta hist á hommadiskóteki á ibiza og farið í sleik og gert eitthvað yfirmáta dónalegt í myrkrarherberginu sem mér skilst að sé oft að finna á svona stöðum,(ég kynnti mér þetta á netinu, ég er fljót að læra vinur,) ég elska þig homminn þinn,

þín að eilífu auðmjúk eiginkona sem vildi hún væri hommi

p.s. þú mátt kalla mig hommalína, ég er hommalínan þín





bréf frá geisllegum fulltrúa og jarðneskum



elsku besta maddamma mín


en hvað ég sakna þín og en hvað ég vildi að ég væri hommi, þá hefði lífið ekki verið svona auðvelt, ég orðið stúdent úr lærða skóla, haldið suðrávið beint yfir tjörnina uppí guðfræðideild þarsem ég útskrifaðist með láði og mér rétt prestakallið á öðrum degi eftir útskriftina, þú tilbaðst mig strax og við hittumst á sama augnabliki varstu tilbúin að gera allt fyrir mig, skríða í duftinu fyrir mig, þjóna mér til borðs, þjóna mér á andlega planinu, lesa yfir ræðurnar mínar og þjóna mér í bólinu, þvo af mér og elda handa mér, ég otaði táfýlu minni framaní þig en vittu til ég gerði það óvart, ég vissi ekki betur, ég fékk allt uppí hendurnar án þess að þurfa að berjast fyrir einu né neinu og núna, þegar biskupinn hefur sagt okkur þegnum sínum að hann vilji ekkert með hommagiftingar hafa í kirkjum landsins þrái ég ekkert heitar en fella ást til karlmanns, persónu af sama kyni og ég og upplifa í botn hvað það er að þjást, afsakaðu elskulega eiginkona mín en svona er ég bara þrátt fyrir að enginn innistæða er til fyrir löngunum mínum, nema það ógeð sem ég hef fyrir sjálfum mér að vera valdamikill hrokafullur hvítur karlmaður alinn upp í paradís vesturlandanna,

síra þinn að eilífu þinn

p.s. auðvitað elska ég þig ástkæra maddamma mín þótt mig langi stundum tilað vera hommi, ég veit þú skilur mig þú hefur alltaf skilið mig til fulls



Thursday, February 23, 2006

póstsamgöngur á milli grænlands og þýskalands



til hamingju ísland með að eiga sylvíu nótt



presturinn í dómkirkjunni sem elskar að gefa saman, homma hann er farinn til útlanda afþví biskupinn hans sendi hann og konan hans prestfrúin fór líka til útlanda en til annarra útlanda en maðurinn hennar, þau voru - s k i l i n a ð - af æðsta ráði, biskupi og félögum, prestfrúin er að kenna börnum á grænlandi að teikna og presturinn er við ritstörf í þýskalandi, en hann hugsar um homma á hverjum degi, og líka konan hans, á meðan þau sinna þessu sem þau voru beðin um að sinna, presturinn að skrifa ævisögu eins fyrirrennarans, og já, prestfrúin með teiknikennsluna, þau sakna hvors annars, og þau sakna hommanna, því það eru engir hommar í þýskalandi og grænlandi, en þau skrifast á í útlegðinni, falleg bréf, um hvað þau eru opin og hamingjusöm og hugrökk og full af ást, því þau elska, meira en þau hafa nokkru sinni áður gert, allt, hvert smáatriði í heiminum elska þau,

tilvitnun:

elsku bestu maddamma mín,

hommarnir í 101 hafa opnað mér sýn inní heim sem ég vissi ekki að væri til, um leið og ég opnaði augu mín fyrir ástum þeirra opnuðust augu mín fyrir ævintýrinu, ævintýrinu sem býr handan við IKEA, handan við KB banka, handan við Rúmfatalagerinn, handan við Bónus, handan við Bílasölu Benna, handan við Alþingishúsið, handan við Landsbókasafnið, handan við þessa gefnu tilveru sem okkur þótti svo eftirsóknarverð manstu, en er núna fyrir mér einsog hvert annað: Matador, Útvegsspilið, Trivial Persuit, Lúdó, Gettu betur,Scrabble, en ég vil ekki blanda BackGammonni í þetta, BackGammon er eitthvað allt annað en þetta, en tilvera okkar sem með völdin fara á Íslandi er einmitt jafn tvívíð og spilaborð Matadors, og þegar hommarnir komu inní líf mitt, og augu mín opnuðust fyrir ævintýrinu handan Matadorsins, ævintýrinu, lúmsku og dularfullu handan þessa tvívíða heims sem mestmegnis snýst um sig sjálfan, þeim ævintýraríka degi fagna ég og þakka Guði mínum fyrir hann...

tilvitnun:

elsku besti maðurinn minn,

ég get ekki verið þér meira sammála hérna sem ég sit uppá grænlandi og sötra te og horfi útum gluggann á jökulinn, hommarnir komu mér í snertingu við álfaheiminn, þá vissi ég: nú já, álfar eru til í alvörunni, álfar hafa alltaf verið til, þeir eru meira að segja hér á meðal oss, í næstu húsum, fullt af þeim heima í 101 þarsem við höfum alið manninn stórum hluta ævi vorrar, og auðvitað ástin mín hugrakki eiginmaðurinn minn getur biskup ekki leyft huldufólki og álfum að nota kirkjurnar
sínar, okkar, þeirra, (hver á þessar kirkjur, hver á fjöllin?) í heilögum tilgangi, skv þjóðtrú, skv einhverju sem ég veit ekki hvað er elsku maðurinn minn en þú veist það - tilheyra þá álfar skv. þessu sem ég veit ekki hvað er, heiðni?tilheyra álfar heiðni kannski? er það þess vegna sem hann vill ekki leyfa hommunum að stíga innfyrir hús guðs og opinbera heiti sitt frammi fyrir himnaföðurnum, æj ég veit það ekki, ég skil ekkert í þessu, og því minna sem ég hugsa meira, en ég elska þig og alla homma í öllum heiminum

þín að eilífu
trúföst eiginkona i love you baby




Friday, February 10, 2006

gott veður, rigning úr skýjunum, svo kom sól og snerti regnið og það kom vorloft í bæinn, ég hef lítið sofið síðustu nætur, en í gærkvöldi var ég með saumaklúbb, en svefnleysið stafaði þó ekki vegna hans, systir mín er dáldið leiðinleg þessa dagana, kannski er hún leiðinleg alla daga, ég veit ekkert hvað er að gerast með hana, en þær stöllurnar komu hingað í síðustu viku og krydduðu heimilislífið okkar, sem endaði með að systir mín steikti eggjabrauð handa yngri dóttur minni, sú eldri var á árshátíð í gær, og hún var hrikalega sæt svo við féllum í stafi hérna heima