Wednesday, December 14, 2005
í dag er ég á 16 tíma vakt, fyrst á einni deild og svo annarri, verð að skipta um sjúkrahús á milli morgunvaktar og kvöldvaktar, en ég svaf svo illa í fyrrinótt að ég var svoldið rispuð í morgun, í gærkvöldi hlustaði ég á upplestur úr nýjum bókum niðrí bæ, kannski ég lesi aðra bókina, hún vakti athygli mína, sérstaklega af því það er mynd af ljósastaur á kápunni, það finnst mér skemmtilegt, ég verð að lesa bók sem er með ljósastaur á kápunni, svo er ég að lesa bókina yosoy eftir guðrúnu evu minervudóttur, ég mæli með henni, hún er frábær bók, ævintýraleg, áhrifasterk, kyngimögnuð, bók sem búlgakov og dostojevski hefðu getað skrifað saman, einsog mér þykir einmitt með skáldjöfurinn vigdísi grímsdóttur, í henni eru samankomnir þeir búlgakov, dostojevski, tolstoj, hermann meville, kerouac, stephen king og síðast en ekki síst sú árrisula frú frá smálöndunum selma lagerlöf
systir mín er búin að lesa endinn og byrjanirnar á mörgum bókunum sem komu út fyrir jól, til þessa hefur enginn endir hitt hana í hjartastað en margar góðar byrjanir, og fínar miðjur, en jú, hún er þó ekki frá því að endirinn á yosoy sé góður, hún ætlar að lesa hann aftur, tilað vera viss, skv læknisráðum eiga turtildúfurnar mínar báðar að stunda göngutúra og það getur svosem meira en vel verið hún gangi niðrí bæ seinna í dag og inní bókabúð og kíki aftur á þennan endi
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment