Tuesday, December 20, 2005




margir í fjölskyldu minni eru með kaupæði ég þ.á.m. sem þýðir að við elskum að kaupa og verðum betri manneskjur af því að fara útí búð og versla, koma þaðan með eitthvað sem við höfum sett í töskuna eða pokann, og elskum að borga fyrir vörurnar fullum fetum, elskum að eiga í samskiptum við kaupmann, elskum að koma heim með dót svo nú er góssentíð fyrir mig og fleiri í fjölskyldu minni

fyrrverandi bóndi minn var líka svona og þess vegna áttum við svo vel saman á tímabili
systir mín þarf ekki annað að hlaupa útí búð og kaupa flatkökur og hún eflist við það lífsþrótti, það er líka gaman að kaupa á netinu, segir hún, eiginlega hrein unun, því við það bætist þrillið sem kemur þegar við fáum p a k k a

ástin er alls staðar líka í pökkum i love everything




No comments: