Saturday, December 03, 2005

- nudd



Úr nuddi kem ég með höfuðverk. Ég vinn of mikið. Allar aukavaktirnar sem búskapur minn er háður. Kannski er betra að vinna mikið og hugsa minna og fara ekki í nudd. Allir sem ég þekki eru ævir útí ástandið á Íslandi en ég held að það mætti heyrast meir í fólki opinberlega. Á opinberum vettvangi. Fólki sem talar íslenskt talmál. Því fólk talar þetta við hvort annað, í eldhúsum og útá gangi í göngutúr þarsem það er öruggt um engar eftirlitsmyndavélar, eða a.m.k. hætti ég mér ekki niður í Austurstræti að ræða óánægju mína með pólítísk afskipti af heilbrigðiskerfinu. Einsog því að lyf sem sjúklingar þurfa fást ekki í apótekum og heldur ekki hjá heildsölunum sem flytja þau inn. Finnst kannski heildsölunum leiðinlegt að flytja inn lyf? Finnst alþingismönnum leiðinlegt og erfitt að hlusta á fólk annars staðar en í þinghúsinu? T.d. á stöðum þarsem eru ekki eftirlitsmyndavélar eða sjónvarpsfólk að taka það upp? Mörgum sem ég þekki finnst þeir eiga heima á geðveikrahæli í þessu landi og líka í fangelsi. Rosastóru fangelsi. Þar er ekki hlustað á vilja fólks því fólk hefur ekki leyfi tilað vera með vilja þareð hluti af refsingunni í fangelsum er að taka af fólki viljann. Erum við frjáls? Ég ætla að velta því fyrir mér um helgina. En kannski á maður ekki að velta svona spurningum fyrir sér um helgar, þá á maður að taka til í íbúðinni, setja hreint á rúmin, drekka svo bjór og sofa hjá, það er að segja ef maður er:

frjór

því samkvæmt Gústa Nielsar er kynlíf einungis fyrir frjósamt fólk.



No comments: