systir mín hætti við að halda jól og núna í dag ætlar hún að halda jól, ég hef alla vega alltaf ætlað að halda jól, ég er stabílli en hún en þó er ég uppreisnargjarnari en systir mín, uppreisnir hennar eru bara í kjaftinum á henni, hún segist alltaf vera að fara að gera uppreisn, gera skurrk í málunum, en allt lognast útaf, hún hefur ekkert bardagaþrek, ekki einsog ég, sem unglingar mátti alveg sjá muninn á okkur, ég var uppreisnargjörn, systir mín var alltaf stillt og gerði það sem til var ætlast, þótt hún klæddi sig í föt sem gæfu tilefni tilað halda að þar væri byltingarforingi á ferð, hún var bara að blekkja umhverfið með því og sjálfa sig mest, hún var og er enn með vitskerrtum klæðaburði að gefa sér frí frá því að konfrontéra heiminn af alvöru því það hefur hún aldrei þorað, eða þolað, systir mín raggeitinn, sem dag einn þykist ekki ætla að halda jól og kaupa jólagjafir en er mætt daginn eftir í smárann að raða smáhlutum og skemmtilegu dóti ofan í körfur og versla sokkabuxur og sokka handa þeim turtillófunum, búin að steingleyma að í fyrradag var hún með ofnæmi fyrir bandarískri menningu hlustandi á cowboy junkies og elvis presley í dag, en hún var líka að hugsa svo mikið um fyrirbærið menninguna í gær, t.d. valdið - powerið sem menningin hefur, og að kannski það væri bara allt björk að þakka /eða kenna hin stórfenglega útrás íslenskra fyrirtækja, að menningin sé þesslegur uxi sem plægir akur einsog trúarbrögðin, sbr hvítir kallar og nunnur sem fara til afríku með krossa í farteskinu að útbýta, það sé svipað og ferðalög bandarískra jazzista um evrópu in the 50ies, svipað og breski fótboltinn, svipað og ítölsku pizzurnar, kínverski maturinn, svipað og ferðalög íslensku skákþjálfaranna til grænlands gefandi börnum skáksett og kenna þeim herskáa en friðsama og hljóðláta íþrótt sem þjálfar hugann í að hugsa leiki fram í tímann og vera útsmoginn og kænn og vænn og í staðinn fyrir að drekka sig fulla og fremja sjálfsmorð að drekka sig fulla og tefla skák í reykmettuðu lofti innandyra, á eftir þessu frum-átaki menningarlegu, stilltu og hugsjónaríku muni svo dag einn íslenska friðargæslusveitin fara þangað og hertaka landið, en líklega verða þó færeyingar fyrri tilað hertaka ísland
Tuesday, December 13, 2005
systir mín hætti við að halda jól og núna í dag ætlar hún að halda jól, ég hef alla vega alltaf ætlað að halda jól, ég er stabílli en hún en þó er ég uppreisnargjarnari en systir mín, uppreisnir hennar eru bara í kjaftinum á henni, hún segist alltaf vera að fara að gera uppreisn, gera skurrk í málunum, en allt lognast útaf, hún hefur ekkert bardagaþrek, ekki einsog ég, sem unglingar mátti alveg sjá muninn á okkur, ég var uppreisnargjörn, systir mín var alltaf stillt og gerði það sem til var ætlast, þótt hún klæddi sig í föt sem gæfu tilefni tilað halda að þar væri byltingarforingi á ferð, hún var bara að blekkja umhverfið með því og sjálfa sig mest, hún var og er enn með vitskerrtum klæðaburði að gefa sér frí frá því að konfrontéra heiminn af alvöru því það hefur hún aldrei þorað, eða þolað, systir mín raggeitinn, sem dag einn þykist ekki ætla að halda jól og kaupa jólagjafir en er mætt daginn eftir í smárann að raða smáhlutum og skemmtilegu dóti ofan í körfur og versla sokkabuxur og sokka handa þeim turtillófunum, búin að steingleyma að í fyrradag var hún með ofnæmi fyrir bandarískri menningu hlustandi á cowboy junkies og elvis presley í dag, en hún var líka að hugsa svo mikið um fyrirbærið menninguna í gær, t.d. valdið - powerið sem menningin hefur, og að kannski það væri bara allt björk að þakka /eða kenna hin stórfenglega útrás íslenskra fyrirtækja, að menningin sé þesslegur uxi sem plægir akur einsog trúarbrögðin, sbr hvítir kallar og nunnur sem fara til afríku með krossa í farteskinu að útbýta, það sé svipað og ferðalög bandarískra jazzista um evrópu in the 50ies, svipað og breski fótboltinn, svipað og ítölsku pizzurnar, kínverski maturinn, svipað og ferðalög íslensku skákþjálfaranna til grænlands gefandi börnum skáksett og kenna þeim herskáa en friðsama og hljóðláta íþrótt sem þjálfar hugann í að hugsa leiki fram í tímann og vera útsmoginn og kænn og vænn og í staðinn fyrir að drekka sig fulla og fremja sjálfsmorð að drekka sig fulla og tefla skák í reykmettuðu lofti innandyra, á eftir þessu frum-átaki menningarlegu, stilltu og hugsjónaríku muni svo dag einn íslenska friðargæslusveitin fara þangað og hertaka landið, en líklega verða þó færeyingar fyrri tilað hertaka ísland
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment