Thursday, December 08, 2005
systir mín er búin að gleyma mér afþví hún er að lesa einhverja ameríska bók og bróðir minn er monthani, maðurinn sem ég dái af hjartans afli er fjarverandi og mamma og pabbi komu til mín eftir vinnuna þeirra í dag og mamma sá í gegnum mig án þess að segja nokkuð, á morgun er ég í fríi, þessi maður, sem ég dái svona mikið, gerir mig svo fjarhuga og losar tengslin mín við vinnuna og allt mitt líf, hann tekur mig upp með rótum og ég veit ekki hvert hann ætlar með mig, ætli hann ætli að gróðursetja mig í öðrum garði eða halda mér svona í lausu lofti, systir mín segir:
lagaðu mjólkurgraut með kanil og rjóma handa stelpunum
úff hvað hennar orð eru alltaf hryllilega gamaldags
systir mín:
á föstudögum skaltu steikja hamborgara handa stelpunum og þér og borða með þeim kartöfluflögur svona í dósum, gefðu þeim kók með að drekka en þér einn tvo bjóra en ekki fleiri fyrst þú verður alltaf svona full + þunn, en á fimmtudögum skaltu laga mjólkurgraut með kanil sultu slátri smjöri rjóma
hvað á ég að gera á laugardögum?
pizzu, fondú, eða lundir, ís í eftirrétt og 3 vídeóspólur og fyrir kvöldið: göngutúr, hreingerningar, innkaup og soduko
á ég að hlusta á systur mína eða hanga í lausu lofti?
systir góð, en á sunnudögum?
sunnudagar eru góðir í göngutúra, taflmennsku, lestur og í kvöldmat er gott að borða kjúklingarétt
sundlaugar eru líka góðar á sunnudögum
á mánudaginn skaltu steikja fisk og hafa í eftirrétt súrmjólkursúpu
en á þriðjudögum?
pylsur og kartöflumús baked beans
miðvikudögum?
eitthvað gúmmelaði í ofni, gúmmelaði með makkarónum og túnfisk og osti
systir mín haltu þá áfram að lesa þessa amerísku bók
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment