Monday, September 03, 2007

Tuesday, May 15, 2007

ég hlustaði og horfði mikið á umræður stjórnmálamanna fyrir kosningar
í fyrstu notuðu d-listamenn lang flestir alltaf orðið "kaupmáttur" í ræðum sínum og athugasemdum, það var lykilorðið sem opnaði fyrir þeim skrárnar að hjarta kjósandans
svo hlustaði ég betur á það sem fólk í d hafði að segja
þau töluðu um að þau hefðu gert ísland samkeppnishæft og þeim sé að þakka útrásin í íslensku efnahagslífi
þá gleyma þau að hugsa um samhengið í heiminum og alþjóðavæðinguna, og auðmjúk kona spyr sig:
þakkar d-listinn sjálfum sér fyrir internetið, veraldarvefinn, lágflugfélögin sem alls staðar hafa verið stofnuð um heim allan og hafa fært fólk nær hvert öðru, þakkar d-listinn sjálfum sér fyrir e.s.s. samninginn og evrópubandalagið, og globalíseisjón og þá möguleika sem íslendingar eiga í útlöndum núna en áttu ekki fyrir 20 árum? t.d. bara afþví að það er hægt að vera með síma í vasanum og fara í buxunum sínum út um allar trissur, er þessi alþjóðlega þróun og samkeppnishæfni íslands d-listanum að þakka?
þeir í d eru heppnir að hafa ráðið hér [lögum og lofum] og farið með stjórnartauma landsins á þessu útvíkkanlega tímabili í heimssögunni
svo skil ég ekki alveg þetta með að hafa gert ísland samkeppnishæft, ég sé ekki að það sé samkeppnishæft - við hvað?
fyrir gamalli prestfrú virkar það sem svo að tónlistarkonan björk hafi verið frumkvöðull íslenskrar útrásar, það var hún sem plægði akurinn, svo steig bisness fólkið skrefið á eftir henni, kannski af því að það hafði hana sem fyrirmynd, og ég efast ekki um það, hún hafi örvað samkeppnisandann og ert metnaðargirnd íslenskra bisnessmanna og startað þessari útrás, kveikt á möguleikanum

Wednesday, April 25, 2007

samgöngur og minjagripir

góðan dag kæru landsmenn. það vill svo til að ég hef hugsað mikið um framtíðarmöguleika suðurlands. kjördæmið sem björgvin, bjarni, ásta, tveir árnar, atli, bjóða sig fram í hver fyrir sinn flokk. t.d. er svæðið fyrir sunnan hveragerði slétt og upplagt fyrir flugvöll eða háhýsahverfi, háhýsaborg. svo ættu fangarnir á litla hrauni að stofna minjagripaverslun og selja í búðinni minjagripi sem þeir tálga, smíða, prjóna og hanna. ég sé fyrir mér að þeir gætu ofið falleg náttföt sem myndu verða vinsæl. hver vill ekki sofa í fanganáttfötum. ég held að minjagripaverslun á litla hrauni geti komið með tekjur í héraðið og gert fangana að betri mönnum.

þá hef ég enn fremur verið að hugsa um samgöngur á stórreykjavíkursvæðinu. það er eins og suðurgatan í núverandi mynd endi snubbótt útí skerjafirði en hér endaði hún ekki í gamla daga útí fjöru heldur hélt fólk áfram með bátum yfir á álftanes - og hvers vegna þá ekki að búa til jarðgöng undir skerjafjörðin útá álftanes í beinu framhaldi við suðurgötuna - eða brú - og stytta þarmeð leiðina til keflavíkur, því svo væri hægt að búa til jarðgöng, eða brú, skipabrú yrði það að vera, frá álftanesi yfir á hvaleyrina í hafnarfirði eða bara langleiðina í straum og stytta þar með enn frekar leiðina til keflavíkur - og keflavíkurflugvallar - því það er vitað mál að leiðina á flugvöllinn verður að stytta, og þá má heldur ekki gleyma þessari góðu hugmynd að hafa hraðskreyða lest frá keflavíkurflugvelli til reykjavíkur.

svo er hægt að bæta við jarðgöngum á hinn enda suðurgötunnar, það er að segja að byggja frá hafnarsvæði miðborgarinnar jarðgöng yfir á kjalarnesið.

bless að sinni

Tuesday, April 24, 2007

orð í gótóttan belg

ég var að spá í að kannski er stjórnmálafólkið feimið við að ræða íraksmálið, því þetta stríð fer fyrir brjóstið á öllum og kannski finnst fólkinu erfitt að tala um það fyrir framan sjónvarpsvélarnar, því það kremur svo í því hjartað þetta mál, og þá er betra að þegja en að fara að væta hvarmana eða sýna sorg á tímum sem annars eru svo bjartsýnir og hlaðnir fjárhagslegri velgegni og miklum framtíðarlegum tækifærum og gylliboðum sem betra er að festa einbeitingu sína við, og þá er skiljanlegt að stjórnmálafólkið haldi haus og ræði ekki harmþunga atburðina frá írak heldur líti björtum augum til framtíðarinnar sem er svo mikið rædd afþví það er enginn framtíð

Monday, April 23, 2007

ísland samþykkir ekki stríð

eiga stjórnarflokkarnir hér að svara fyrir stuðning þeirra við íraksstríðið í kosningarbaráttunni?
afhverju er ekkert talað um stuðnings íslands við stríðið í írak fyrir þessar kosningar? aðrar kosningar til þings eftir að stríðið hófst?
hverju svara framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn?
vill ísland styðja þetta stríð?
á hverjum degi deyja saklausir borgarar í írak, tugum saman
biðjum um frið

Friday, April 20, 2007

að tala eins og bloggari

---

í morgun las ég viðtal við leikkonu sylvíu nætur
það var skrýtið að hún segðist ekki vera eins og
stelpurnar í nylon, að hún fylgdi engum meik-reglum
mér finnst hún hvorki betri né verri en stelpurnar
í nylon, þær eru líka allar sætar, sylvía nótt og
nælon stelpurnar, góð lög sem þær syngja og þær
syngja allar vel, bæði s.n. og n.
ef leikkonan fylgdi ekki meik-reglum, eins og
hún segist eigi gera, mundi hún bara
hafa þættina sína á dönsku eða norsku, því hún
bjó eitt sinn í noregi, og talar örugglega góða
norsku, eða það las ég í viðtalinu um að í noregi
hefði hún búið um hríð
svo skammast hún yfir listamönnum sem sitji á
rassinum og bíði eftir að allt komi upp í hendurnar
á þeim, ég held að það sé gott að fólk sitji á
rassinum, margir mættu sitja á rassinum sem eru
alltaf á þeysispani
en hún er afskaplega hæfileikarík og þarf ekki
að vera að pilla í nylonstelpurnar sem eru líka
að gera góða hluti
þetta eru afskaplega fríðar og góðar stelpur
allt saman
en sylvía ætti ekki að vera eins og bubbi
morthens alltaf að úthúða einhverjum
bjöggi halldórs úthúðar aldrei neinum til dæmis

----

mér þykir afar leitt hér á íslandi hvað fólk
talar illa um framkvæmdarleysi og leti
því leti er dyggð
hér á landi er svo mikill flautugangur
hér mætti meira púður fara í að hugsa

ég segi þetta nú bara til varnar mér og
mínum kollegum letingjunum og
þunglyndissjúklingunum

----

gangi þér vel í útrásinni sylvia night
gangi ykkur vel í útrásinni nylon
gangi þér vel í útrásinni egger með west ham
gangi þér vel í útrásinni garðar cortes thor
gangi þér vel í útrásinni björgúlfur thor
gangi ykkur vel í útrásinni vesturport leikarar
gangi ykkur vel í útrásinni öll sömul
og gangi öllum atvinnumönnunum í handbolta
og fótbolta vel
gangi þér vel í barcelona eiður smári
gangi ykkur vel að kaupa um kaupmannahöfn þið
í einhverju kaupfélagi sem ég man ekki hvað heitir
þess óskum við ykkur innilega við sem
sitjum á rassinum og bíðum eftir að
ríkisstjórnin gefi okkur hunang á snuðin okkar
bleiku og gulu og grænu
við elskum ykkur heitt
við lítum svo á að þið gerið þetta fyrir okkur
til að koma íslandi á kortið
til að gera okkur stolt og glöð
svo okkur finnist að til einhvers sé lifað
góða helgi
góða útrás
lifum heil
ástin kemur frá okkur sem höfum enga peninga
eða list að gefa
við erum bara svona aumingjalegir vitar
sem lýsa ást útí bleksvarta nóttina sem líka
er bleksvört hjá okkur á sumrin
vonandi skilar hún einhverjum auði til þjóðarbúsins
okkar hin tíkarlega
á s t

----

annar sumardagur

.

þegar ég vaknaði í morgun var ég ekki eins viljug að útbúa
morgunverð eins og ég er alltaf, eins og ég væri orðin
þreytt á að útbúa morgunverðinn, standa í þessu

hresst og ferskt útiloftið baðaði gluggatjöldin
í öllum herbergjunum mínum
þetta loft sem dagurinn bauð upp á geymdi augljóslega
kraft og innblástur
samt var ég treg til að fá mér morgunverð
allt er svo uppibyggilegt alls staðar
allir á leiðinni upp-á-við
sjá fram á fagnaðarvímu sigurgleðinnar einhversstaðar
rétt við sjónmálið
unga fólkið
ljóðskáldin
fólkið sem búið er að berja á svo lengi
er fullt bjartsýni
finnur að allt er að lagast að fara að lagast
í landi tækifæra eða í einhverju öðru speisi
eða einhvers staðar í rassgati
eins og sagt er
samt leit ég ekki hýru auga til morgunverðarins
þó langar mig ekki til að
syngja blús eða gráta ó nó

---




kannski hittumst við á staðnum með þessu útsýni á og fáum okkur morgunverð

*

gleðilegt sumar

.

í dag líður mér eins og barni sem er nývaknað og bíður eftir að einhver komi og taki það upp úr vöggunni og það er alveg rólegt því það nennir ekki að grenja, því þykir líka mjög leiðinlegt að grenja þessu barni, það fæddist ekki til að grenja
og þannig líður mér í dag

.

systir mín ætlar að kjósa sjálfstæðisflokkinn
hún segir að það sé vegna þess að hún sé ekki hópsál
hún tilheyri hvorki þjóðflokki né þjóð, eða einhverri klíku eða grúbbu
hún sé ekki grúpppía, hún sé ei - enn - ess taklingur
en ég mun kjósa vinstri græna sama hvað systir mín segir

.

brennt barn forðast brunninn, segja vinstri grænir um alla hina mörgu landsmenn
sem kjósa sama flokk og systir mín
þetta eru því skilaboð mín til hennar þó ég nenni varla að tala í dag
enda er ég ekki búin að læra að tala skv líðan minni er ég barn í vöggu

.

systir mín fór til sálfræðings og nú er hún með mig og mömmu á heilanum

.

ég elska heiminn
þess vegna kýs ég v.g.

systir mín elskar sjálfa sig
þess vegna kýs hún dé

.

bróðir minn elskar mömmu þess vegna kýs hann samfylkinguna

.

best að bíða aðeins lengur í vöggunni - án þess að grenja - einhver kemur og tekur mig upp

.

ég elska heiminn

.

ætli nýfædd börn elski meira heiminn en hinir gömlu
sem sitja við grafarbakkann með litla veiðistöng og
veiða í huganum hugmyndir um framtíðarlandið
- speisið -
hinumeginn grafar

kannski elskar gamalt fólk meira heiminn en hin nýfæddu
og þó spyr ástin ekki um magn, hvor geri meira en hin af ást

allir elska jafnt
það segjum við í vg að minnsta kosti
einhver kemur bráðum og tekur mig upp

.

ástarkveðja frá fyrrverandi frú sem er að fikra sig áfram í heiminum
sem skvísa á lausu

gleðilegt sumar og hafið góðan dag
elskiði heiminn