Tuesday, May 15, 2007

ég hlustaði og horfði mikið á umræður stjórnmálamanna fyrir kosningar
í fyrstu notuðu d-listamenn lang flestir alltaf orðið "kaupmáttur" í ræðum sínum og athugasemdum, það var lykilorðið sem opnaði fyrir þeim skrárnar að hjarta kjósandans
svo hlustaði ég betur á það sem fólk í d hafði að segja
þau töluðu um að þau hefðu gert ísland samkeppnishæft og þeim sé að þakka útrásin í íslensku efnahagslífi
þá gleyma þau að hugsa um samhengið í heiminum og alþjóðavæðinguna, og auðmjúk kona spyr sig:
þakkar d-listinn sjálfum sér fyrir internetið, veraldarvefinn, lágflugfélögin sem alls staðar hafa verið stofnuð um heim allan og hafa fært fólk nær hvert öðru, þakkar d-listinn sjálfum sér fyrir e.s.s. samninginn og evrópubandalagið, og globalíseisjón og þá möguleika sem íslendingar eiga í útlöndum núna en áttu ekki fyrir 20 árum? t.d. bara afþví að það er hægt að vera með síma í vasanum og fara í buxunum sínum út um allar trissur, er þessi alþjóðlega þróun og samkeppnishæfni íslands d-listanum að þakka?
þeir í d eru heppnir að hafa ráðið hér [lögum og lofum] og farið með stjórnartauma landsins á þessu útvíkkanlega tímabili í heimssögunni
svo skil ég ekki alveg þetta með að hafa gert ísland samkeppnishæft, ég sé ekki að það sé samkeppnishæft - við hvað?
fyrir gamalli prestfrú virkar það sem svo að tónlistarkonan björk hafi verið frumkvöðull íslenskrar útrásar, það var hún sem plægði akurinn, svo steig bisness fólkið skrefið á eftir henni, kannski af því að það hafði hana sem fyrirmynd, og ég efast ekki um það, hún hafi örvað samkeppnisandann og ert metnaðargirnd íslenskra bisnessmanna og startað þessari útrás, kveikt á möguleikanum