Tuesday, August 23, 2005

fleiri meðlimir bætast við Riddaralegu drottningarnar

Mágkona mín og dætur hennar hafa í dag gengist til liðs vid taflfélagið
Riddaralegu drottningarnar
Er það mikill heiður ad fá þær til starfa.

Bravó!

leiðrétting

Systir mín er með sjúklegan ofmetnað í því er hún heldur að hún sé fyrsta bindindismanneskjan í fjölskyldunni í aldaraðir en nú hefur mamma leiðrétt þessa vitleysu, amma okkar og systur hennar voru bindindismanneskjur og mamma heldur að pabbi þeirra hafi ekki bragðað áfengi, svo systir mín er ekki frumkvöðull bindindis i fjölskyldunni okkar og langt því frá, hún heldur alltaf að hún sé einstök.

Monday, August 22, 2005

dásamlegur hvíldardagur, stofnfundur taflfélagsins Riddaralegu drottningarnar



Þær stöllurnar komu til okkar í gær, kærusturnar tvær, og buðu okkur með sér í strandbolta útí Nautholtsvík, vissu að við vorum nýkomnar frá Mallorca, vanastar orðnar strandlífinu, svo við rukum til, að fara í strandbolta, sem við elsta dóttir mín vissum ekki hvað var, en lærðum fljótt, og ég kom í fyrsta sinn á gullströndina í Nauthólsvík, í fljúgandi roki, og við enduðum á að spila þar fótbolta, ég, dóttir mín eldri og kærusturnar, þær spiluðu nú furðulegan bolta, og við allar, engar reglur, mér líkar það, afþví mér hefur aldrei líkað við reglur, þó auðvelt sé að prógramma mig, og mér þykir gott að hafa þær til hliðsjónar, pabbi sagði það alltaf þegar ég var lítil, hvað var auðvelt að prógrammera mig, t.d. tannburstaði ég mig á hverju kvöldi og borðaði aldrei aldrei eftir það sama hvað var í boði, enda hef ég bestu tennur í fjölskyldu minni, það er ekki hægt að ímynda sér að við hefðum lifað á sama kosti ég og systkini mín sem börn ef gáð er uppí munna okkar þriggja, aumingja systkini mín, en þetta hafa þau uppúr krafsinu, að hafa freistast tilað borða nammi eftir að þau voru búin að tannbursta sig á kvöldin, heima hjá okkur var mikið nammiát. En já, við spiluðum okkar tegund af fótbolta, sem var ágætis upphitun fyrir fótboltann sem við áttum eftir að horfa á kl 18 í Kaplakrikanum, þegar FH malaði krossfarana í Vali, og urðu með því Íslandsmeistarar, dóttir mín fór ekki með og systir mín skrapp af leiknum heim til mömmu litla mömmubarnið, á meðan við sæta mágkona mín sátum og fylgdumst grannt með hámarki sigurgöngu íþróttaliðsins úr Gaflarabæ, og svo beint heim, systir mín náði í okkur, í pizzur og skák, við tefldum nokkra leiki, tvær og tvær og stofnuðum skákfélagið: RIDDARALEGU DROTTNINGARNAR, meðlimir eru: ég, kærusturnar tvær, vinkona eldri dóttur minnar, og vinkona hennar, já og félagið æfir líka óreglulegan fótbolta, en sæta mágkona mín ætlar að hanna fótboltabúningana handa okkur, röndótta sokkar, nei við segjum ekki meir, og svo: næst á dagskrá, á þessum hvíldardegi sem var í gær: horfðum við á Rocky Horror Picture Show, tvær okkar dreyptum á púrtvíni með bíóinu en systir mín er bindindismanneskja, fyrsta bindindismanneskjan í fjölskyldu okkar í aldaraðir, ég tel það gott, en aumingja hún. Já, fyrr um daginn vorum við búnar að háma í okkur m&mi og tobleronei. Og gleymdi einu: við borðuðum súpur í Nautholtsvík og töluðum um þróun kvenlíkamans á meðan.



Friday, August 19, 2005

heima er líka best



Ég er komin heim í heiðadalinn. Hér er svalt og gott og rúmið mitt var orðið einmana. Kisan okkar hún Dimma beið okkar á kisuhótelinu, svo hún er líka búin að vera í fríi. Við komum öll um miðnætti fyrrakvölds og tengdaforeldrar bróður míns, pabbi minn, systir mín og kærasta, þær voru með ullarhúfur á hausnum, komu og sóttu okkur útá Leifstöð, því við þurftum þrjá bíla í bæinn. Sætu frænkurnar okkar eru brúnastar, þær synda líka í sjónum einsog álar. Önnur náði myndskoti af mér úti á valhoppinu án þess ég fattaði það, þær kitla hjartað mitt þessar stelpur. Bróðir minn er brúnn þrátt fyrir að hafa lítið sólað sig, mest var hann á labbi með syni sínum, að kanna kaffihúsin, ræða málin, milli þess sem þeir heilsuðu uppá okkur hinar á ströndinni - yngri dóttur mína sem sá sætan strák í hverjum strák, þó engan jafn sætan og pabba hennar, segir hún, eldri dóttur mína yfirvegaði og heimspekilegi ferðalangurinn minn, mágkonu mína yfirvegaða og íhugula með einbeitta athyglisgáfu og húmor, og mig, hvað á ég að segja um mig? Inní mér er svo miklu meira fjör en ég hafði áttað mig á, svo mikil orka sem er full af hugsjónum og mér ókunnugum afkimum og vösum. Svona vorum við nú í þessu skemmtilegasta ferðalagi sem ég hef farið í. Systir mín segir að ég sé ofsalega sæt, brún og falleg, hún hafi aldrei séð annað eins, og ég sé svoldið lík Agnetu í Abba, útaf hvíta hárinu og sólbrúnkunni. Systir mín miðar flest við gimsteina fortíðarinnar. Kannski vegna fortíðarhyggju og eftirsjár eftir horfnum tíma, hvað veit ég, nema að hún virðist vera að standa dálítið í stað, og fylgjast lítið með nútímanum. En það er hennar mál. Gott að koma heim, gott að fara í ferðalag, heima er líka best, og kannski ég skelli mér í sundlaugina, systir mín segist vera byrjuð, syndi annan hvern dag tilað byrja með. Já og meðan ég man, örvæntingarfullir atburðir hafa átt sér stað í stjórnmálum á meðan við vorum í burtu, R-listinn dauður, framdi sjálfsmorð, sem byrjaði á að minnsti flokkurinn í samsteypunni reif af listanum handlegginn, síðan kom næsti og reif af honum hausinn. Fyrir 12 árum sneru þessir sömu flokkar bökum saman tilað koma íhaldinu frá völdum, nú í ár og á því næsta hafa þeir ákveðið að færa íhaldinu aftur völdin sín, skila völdunum tilbaka, kannski komnir með samviskubit á yfirgangi og hroka, og valdsleiða og þreytu, líklega, þetta eru litlir flokkar sem funkera betur útí horni og sem einbeitt gagnrýnisrödd á valdshafa, og ég skil þá vel, það er erfitt að stjórna og einmanalegt. En er hægt að taka mark á þeim e 12 ár, árið 2017, þegar þeir leggja saman aftur í púkk, og vilja steypa íhaldinu af stólnum. Þessi gjörningur VG lýsir af ábyrgðarleysi. Þegar lítill hópur fólks eyðileggur fyrir þrjátíuþúsundum kjósendum R-listans, einsog einhver sagði í einhverju blaði fyrir nokkrum dögum. En svo má líka velta því fyrir sér hvort það sé nokkuð sniðugt að reka svona stóra flokka, hvort lýðveldið eigi ekki að samanstanda af mörgum öllum litlum flokkum. Svo kjósendur þyrftu virkilega að hafa fyrir því að þekkja muninn á þeim, stefnuskrár þeirra og hugsjónir. Nei, stórir flokkar og breiðfylkingar eru ekki til góðs, og hafa oft sannað einmitt það. Já, ég er bara fegin.



Saturday, August 13, 2005

já já á leið í sturtu

við erum í góðu yfirlæti hér á puerto cristo, litlum bæ með 22 veitingahúsum, lítilli strönd, dularfullum hellum, lítilli bátahöfn, engin háhýsi eða stærri hótel, í gærkvöldi fórum við bróðir minn og mágkona útá bar og fyrstu sem við hittum þar voru dóttir mín og bróðursonur sem sátu þar í góðu yfirlæti á leið á diskó, í fyrsta sinn hitti ég eldri dóttur mína á fullorðinsslóðum, ógleymanleg stund, dálítið skerý líka, því ég er ekki alveg tilbúin kannski, jú jú, auðvitað er ég tilbúin, ég er hjúkka og þær eru ávalt meira tilbúnar en skátarnir, við bróðir minn hringjum við og við í stóru systur, hann vill hún kaupi miða fyrir okkur á patty smith tónleikana í reykjavík nasa um mánaðarmótin, patty smith fór framhjá mér þegar ég var unglingur, ekki einsog clash, því miður er einn þeirra góðu manna nú látinn, svo ekki fara þeir að spila á íslandi aftur, og á sínum tíma, þegar þeir spiluðu á íslandi í laugardagshöllinni, smyglaði ég mér á tónleikana með vinkonu minni, við vorum 15 ára, ég keypti plötuna þeirra london calling, systir mín segir að þegar hún sjái plötuna hvar sem er hugsi hún alltaf til mín, clash hafði djúp áhrif á mig og breska pönkbylgjan í heild sinni, systir mín var meira diskó þó hún hefði hlustað eitthvað smá á patty hjá frænku okkar sem keypti fleiri plötur en við, hún segir, systir mín, að ég hafi eitthvað í líkamanum sem var sameiginlegt með pönkinu breska, vaxtarlag pönkara, kannski, systir mín er meira einsog dolly pardon í líkamanum, það er heitt, og heitara með hverjum deginum, svo heitt að ég vissi ekki að í heiminum gæti orðið svo heitt, best að fara í sturtu, sú frækna frænka mín komst á netið í íbúðinni okkar hér, hún er tölvugúruinn minn, einsog dóttir mín yngri, sem kann allt sem ég kann ekki, nú fer ég í sturtu,



Thursday, August 11, 2005

p.s.

ég tek eftir því að fólk er gott á þessum stað og margir tala ensku svo ég bjarga mér, sterk tengsl eru á milli mallorca og þýskalands, þjóðverjar eiga hér mikið af eignum, og ég minnist þá tengsla hitlers og francos einræðisherranna tveggja, þeir hafa sáð fræjum sem núna blómstra í túrismanum, en kannski eru tengslin miklu miklu eldri, þó fólk segi að spánverjar séu ekkert skipulagðir þá sýnist mér allt skipulag hér vera vel smurt og systir mín segir að þeir séu upp til hópa control freaks, já þetta er þýskaland suðursins

á nýrri eyju


ég fór frá einni eyju á aðra,
iceland - mallorca,
í dásamlega íbúð sem
s og k
(
lessurnar í ættinni en þær keyrðu okkur útá völl í gærmorgun á 2 bílum - n.b.: lessurnar eru alls staðar, mamma þín gæti verið það, læknirinn þinn, bréfberinn, konan í sjoppunni sem selur þér retturnar, já hvaða kona sem er þær leynast alls staðar)
fundu handa okkur fyrir framan fallega bátahöfn,
ég horfi á möstrin þegar ég stend útá svölum og þau stinga sér inní hugarfylgsni mín einsog tónar á meðan ég furða mig á hvað loftið getur raunverulega orðið heitt og þykkt
einsog flauel,
við erum átta saman í íbúðinni og hér er allt til alls
þó vantaði handklæði en það fékk ég að vita áður en við fórum að heiman,
tvo baðherbergi eru, svo tveir geta verið í sturtu í einu, sem er gott í miklum hita, veitingarstaður fyrir neðan okkur, lítil strönd í 2ja mínútu göngufæri,
best að ég biðji
bróður minn besta sem er einn hinna átta, að kynna mér kaffimenninguna, ég hef heyrt að fólk á spáni drekki:
café con leche, cortado, café solo, café americano
,
og gaman væri að þekkja muninn og finna út hvað af þessu mér finnist best,
bróðir minn er kaffimaður, sem drekkur aldrei annað en fínustu kaffi, sem fáanleg eru á heimaeyjunni okkar, og nú erum við komin til mekka evrópskrar kaffimenningar, best að skoða það, og tími fyrir sól

það er alltaf gott að fara á annan stað með vinum sínum og fjölskyldu og vera saman í allt öðru umhverfi,
dæturnar mínar hér á spáni fá nýjan svip, þær eru fallegar fyrir og sprengja nú fegurðarskalann og líka bestu frænkurnar mínar, bróðir minn og uppáhaldsfrændi minn og mín yndislegasta mágkona allt verður nýtt

jæja

sól sól skín á mig hanna valdís rekur við gott er fyrir sólina að viðra sig sól sól skín á mig

nú labba ég útá strönd



Monday, August 08, 2005

ég er dálítið lík systur minni í því að hlutirnir vefjast oft fyrir mér, þótt ég sé skipulagðari en hún og hafi meira verksvit, þá kannast ég alveg við þetta hjá sjálfri mér stundum, það sem ég sé svo vel í henni, hvað hún getur látið ómerkilega eða smávægilega hluti trufla sýn hennar á heildarmyndinni, hún lætur snúðugar hugsanir stöðva framganginn í lífinu hennar, sem hefur verið góður á síðustu árum, aumingja hún, en ég stundum læt svona líka, því miður, þetta hefur ekkert nema vont í för með sér, ég verð að aga mig til á morgun ef ég fæ svona vafningskast, sem ég veit að systir mín fær nokkrum sinnum á dag, svo ég get kallað mig heppna, gerist svona tvisvar þrisvar í viku hjá mér,
bestu sætustu frænkurnar okkar eru í heimsókn og í gær leigðum við spólu og sama gerðum við í dag, í kvöld horfum við á finding neverland, johnny depp er uppáhald okkar allra, svo skyldar erum við, hann er líka uppáhald hennar sem systir mín er kærasta og systur minnar, johnny depp er stundum eini ljósi punkturinn í tilverunni, því hann fer sínar eigin leiðir, sem er ekki algengt finnst mér - eða höfum við kannski fá tök á því ? góð spurning sem aldrei verður svarað, og leikur ótrúlega vel, hann er von okkar um betri tíma,
fór í smáralindina í dag að skila minniskubbnum í myndavélinni nýju, sá var bilaður, og ná í band tilað geta haft hana um hálsinn, við eldri dóttir mín fórum saman og hún keypti sér gallabuxur, nú ætla sú sem systir mín er kærasta að brenna noru jones fyrir eldri dóttur mína í kvöld,
ég man ekki hvað ég ætlaði að hafa í matinn í kvöld,
systir mín og kærasta og vinkona þeirra eru að horfa á lessuþætti í kvöld, skilst mér, og þær voru með afganga í matinn, búnar að laga dyrabjölluna, gangljósið og hurðina núna í eftirmiddag, nú eru þær víst að byrja að poppa, við ættum kannski að gera það líka, ég og stelpurnar mínar fjórar, dæturnar tvær og frænkurnar okkar,
ég hef ekkert lært í spænsku í dag,

Sunday, August 07, 2005

um skák


á síðustu misserum hefur mikill áróður verið rekin fyrir skák, og börnin rekin í að tefla, svo þau sogist ekki inní tómleika, tölvuleiki, óreglu og eitthvað sem yfirhöfuð er óhollt, að sporna við því því skák er talin vera holl íþrótt, göfug íþrótt - er það ekki, ég er áhugamanneskja um skák, tefldi þegar ég var stelpa við vinkonu mína, en fékk aldrei sömu þjálfun og kennslu og bróðir minn og frændi, þeir lærðu leynitrikk sem gengu frá feðrum til sona, en við vinkonurnar lærðum aðeins mannganginn af pöbbunum, enginn trikk, svo ég fagna því að nú hefur verið stofnaður skákskóli barna að einu leyti afþví að áherlsa er lögð þar á stelpur, að stelpum sé kennt að tefla, hin dæmigerði skákari er karlkyns róyndisvera sem ekki er mikið útá götum í slagsmálum, heldur klæðist rúllukragapeysum, reykir pípu, er hugsandi á svipinn, en sér er nú hver klisjan, jú, hann er víst ekki skv tölfræði alþjóðlegra skáksambanda að slást útá götum því hann fær útrás fyrir bardagann á taflborðinnu, þar slæst hann með þögulum kjafti og ósýnilegum klóm, drepur, fórnar mönnum, myrðir og missir menn og það allt, skák er stríðsleikur, gleymum því ekki, og uppbygging hans mjög hefðbundin, afturhaldssöm, kóngur og drottning í ríki sínu, umkringd eru þau biskupum og riddurum og peðum, skákin viðheldur hugmyndum okkar um ójafnrétti, mismunun, vald, kúgun, og það, ég hef verið að velta þessu fyrir mér uppá síðkastið á sama tíma og ég stilli upp skákborðinu mínu og fer að tefla, og stundum einnig við óþekkt fólk hér og þar í heiminum í gegnum netið, skákin á að vera góð íþrótt fyrir hausinn, svo hausinn læri að beita klækjum, plotta og koma aftan að andstæðingnum, hrella hann, fella hann, er þetta alltaf sama drápseðlið í okkur? ég spyr, eða gömul tugga?

p.s. nú á að fara bjarga afríku og grænlandi með skák. venjulegar hugmyndir hvítra um að grasið sé ekki grænna hinu meginn heldur finnist þar aðeins sviðin jörð sem geymir eitrað vatn, hræðilega mikla eymd, volæði og ræfilsgang, veikindi og sjúkdóma, óreglu og sjálfsmorð. en nú mun skákkennsla sem beint er að börnunum á þessum vonarstöðum bjarga því hryllilega mikið. ættu kannski þessir aðilar sem eru að fara að bjarga grænlandi og afríku með skák að stilla upp í hvítahúsinu, kenna þeim þar að tefla á litlu skákborði, mini skákborði, því heimurinn er leiksvið.

á eftirmiddagssunnudegi



Það pirrar mig að ég geti ekki lært á nýju myndavélina án þess að þurfa að hafa fyrir því. Ég hélt að svona nútímamyndavélar væru hátindur einfaldleikans og fylgdu óskum mínum án fyrirhafnar en það er ekki svo. Hér er á ferðinni hugsanagangur, tæknilegur, sem er ekki minn, því miður. Svo þessi nýja myndavél hefur tafið mig frá spænskunáminu í allan dag. Á eftir koma uppáhaldsfrænkurnar okkar hingað og munu gista. Þær eru tvíburar og vel af guði gerðar. Systir mín er heima hjá sér, hún á eitthvað bágt með félagsleg samskipti, en hún hleypur mér ekki að sér svo ég geti talað um þetta vandamál við hana. Aumingja stelpan, eða konan réttara sagt. Enda mundi ég ekki fá að segja neitt eða ráðleggja henni, því hún veit alltaf allt best, ein af þeim, og er alltaf að benda á það sem ég mætti lagfæra í mínu fari, í hverri viku les hún mér pistilinn, ég hlusta yfirveguð á, einsog litlu systur verða að gera við stórusystur, láta þær halda að þær séu enn þá stórusystur og þroski þeirra og yfirburðir á heimsmælikvarða. En hvað þá með hana? Er systir mín fullkomin? Ef hún les þetta, sem ég býst ekki við hún geri, ráðlegg ég henni að drífa sig til sálfræðings útaf félagsfælni. Systir mín góð hvað ertu að gera í dag? Þarna í kílómetra fjarlægð frá mér? Verst hvað kíkirinn minn drífur lítið. Jæja, minna rok og meiri von um áframhald á sumri hér við heimskautsbaug, ég kveð að sinni, ætla að baka súkkulaðitertu handa sætu frænkunum okkar, love, attitude, amor, admiration, mætti fara útí búð og kaupa jarðarber - við erum sko jarðarberjafjölskyldan á Íslandi - kannski nánar um það síðar.



PS: Muna að ég þarf að skrifa pistil um skák á næstunni


sunnudagur rok og rigning dásamlegt



Í gærkvöldi langaði mig út á lífið en undir niðri ekki og án þess ég reyndi réðu undirniðri óskirnar, það kemur sér vel í dag, því ég er ekki þunn. Gott ástand fyrir spænskunámið mitt. Veðrið er heldur ekki þunnt, þó það eigi að vera sól samkvæmt nafninu sem dagurinn ber fýkur allt einsog oft gerist á haustin. Ég er því bara fegin ef haustið kemur fljótt. Ég vil ekki vera að halda í sumarið ef því er náttúrulega séð lokið. Streitast við að hafa sumar þegar vill ekkert vera sumar. En sumarið kemur og fer á Íslandi. Það er feimið, hleypur í burtu, kemur svo aftur úr felunum. Kannski hommi í skápnum er íslenska sumarið, án þess ég vilji vera að nöldra svona mikið um það. Ég er nú að fara til eins af heitustu löndum Evrópu, í sumarið þar, og hef ekki leyfi tilað kvarta.


Við dóttir mín keyptum okkur saman myndavél í gær og ég þarf að læra á hana í dag.

Nokkur orð um heimilislækna og vöntun á þeim á landinu:

Árlega eru læknar útskrifaðir og færri sem komast að uppí læknadeild en vilja, það finnst mér skrítið uppá þessa vöntun að gera, það á líka að vera hægt að ráða lækna frá útlöndum, en ég vildi mest af öllu segja þetta:

Ég vil að heimilislæknar komi inná heimilin þarsem þeir eru heimilislæknar, þeir eru læknar heimilisins, og oft á tíðum er ekki nóg að einn pési af einu 5, 6 manna heimili mæti á heilsugæslustöðina og hitti lækninn, kannski er öll fjölskyldan t.d. meira og minna sjúk, vegna einhvers sjúks samskiptamynsturs, osfrv. Ef til dæmis heimilislæknir hvers heimilis mætir þangað árlega, eða tvisvar á ári, að vori og hausti t.d., og gerir þá læknisskoðun á öllum á heimilinu. Setjist með fólkinu og spjalli við það yfir kaffibolla, punkti niður hvernig heilsan sé búin að vera, hvaða flensur hafi gengið og allir ræði saman um líkamlegu kvillana, kverkaskít, áhyggjur, þunglyndi, magapínur, bronkítis, ofnæmi, osfrv, og allir fái lágmarks og meiriháttar athygli. Eftir kaffið taki læknirinn hvern fyrir sig inní eitt herbergið og skoði viðkomandi, einsog er gert við skólakrakka. En nota bene: þetta sé ekki skylda, ef sum heimili vilji ekki fá þessar heimsóknir þá þurfi þau það ekki, og ef sumir inná heimilunum vilji ekki láta skoða sig þá eigi ekki að skikka þau til þess.


love, amor



Saturday, August 06, 2005

gleðigjafi, frelsisdagurinn í dag




á næstu 4 dögum neyðist ég í að læra spænsku, því þá fer ég á spænskt málsvæði, hingað til hef ég haft samskipti á spænsku við þá sem þarna fyrir sunnan okkur bíða með lykla og íbúð með hjálp tungumálakunnáttu annarra, ég hef sent frá mér bréf á spænsku, það hefur verið talað fyrir mig á sama máli í síma, nú verð ég að standa undir nafni, þessu nafni sem undirritað hefur bréfin,
ég kann nú þegar:

sí og no

buenos días, amor, madre mía, qué bueno, magnifico, todos somos amigos, buenas noches, qué mal, díos mío, qué pasa, vaya, no entiendo, hablo islandés, la cuenta por favor, dónde vamos, vamos a la playa, quiero un coche, la luna está llena esta noche

ég ætla samt ekki að byrja námið í dag, en kannski á morgun, hver veit
, í dag er gleðidagur kynvilltra og ég ætla fagna honum með sóma í rjómalogni,
ég þekki svo margt hýrt fólk, bæði í gegnum starfið og í einkalífinu og í fjölskyldunni
, en fyrst í stað fannst mér þetta vera geðveiki en með tímanum hefur mér lærst að kynlíf gagnkynhneigðra er miklu heftara en samkynhneigðra,
að kynlíf g.k.h. er mikið til þess fallið að búa til börn því getnaður er alltaf mögulegur ef viðkomandi einstaklingar sem njóta saman ásta hafa ekki farið í ófrjósemisaðgerðir
,
að samkynhneigðir njóta mesta frelsisins í kynlífinu hef ég fattað
, þótt þeir hafi í aldaraðir verið sviptir þessu fresli á andlega planinu og öllum öðrum stigum samfélagsins, líklega bara vegna öfundssýkinnar, segi ég, öfundssýkinnar útí frelsið sem Guð gaf s.k.hneigðum tilað njóta hvers annars án þess að þurfa að eiga von á getnaði og ævilangri ábyrgð á fólkinu sem verður til með hjálp g.k.h. kynlífs,
einsog prestarnir í suðrænum löndum hvað þeir hata homma af tómri öfundssýki, hommana sem þurfa ekki að skrifa undir ævilangan samning við páfa tilað fara á hommadiskótek,
æj best að hætta núna, ég verð að fara að læra spænsku og koma mér í gleðigönguna
,
buen día a todos,
njótum frelsisins sem við búum við og verum glöð þó margt megi betur fara: happy happy happy people today, oræt





Friday, August 05, 2005

já já, við erum komin með íbúð í næstu viku, á sumarleyfisstaðnum sem við völdum okkur, nú þarf ég að vita hvort þar séu handklæði og rúmföt, en sumir ætla að kanna það fyrir okkur, besta systir mín og kærasta sem talar mörg tungumál, munu ganga í málið, hvað ég geri í kvöld er á huldu enn, systir mín nennir ekki á bari, hún er ekki beint spennandi félagi, það er að segja, svoldið fúl

Tuesday, August 02, 2005

að venjast því að vera eigandi bloggsíðu


nú er ég hjá systur minni sem er dásamleg manneskja, frjáls og fáum óháð, við erum að leita að gistingu fyrir mig og 7 aðra á mallorcaeyjunni eftir eina viku c.a., og rétt í miðri leit, hleyp ég til og fæ lánaða varalitabílinn tilað keyra dóttur mína í listaþerapíu, rándýr er þessi meðferð, miðað við allt og allt, einsog systir mín segir, sem veit eiginlega allt: listin er dýr, og vill meina að þetta séu mestu monthanar en þó viðkvæmir m.h., listafólkið í heiminn, en heimurinn væri betri ef listafólkið væri í ríkisstjórnum segi ég, þó svo megi ekki gleyma því að einn sá mesti fjöldamorðingi sögunnar hafði verið listaskólastúdent á árum áður, heyrt líka um hryðjuverkafólk sem á yngri árum voru ljóðskáld, etc, etc, hvað á kona að halda. i love iceland og sérstaklega mikið einsog nú þegar rignir einsog úr fötu hellist bara yfir okkur, mmmm dásamleg rigning. oj barasta er það nú rigning, segir sú sem systir mín er kærasta, en hún er líka dásamleg engum óháð, magnifica, ein merkilegasta manneskja sem ég hef kynnst. við erum 3 hér undir þessu þaki sem funkerar sem regnhlíf líka í augnablikinu. ollræt. love hurts itself.

byrjunarreitur



Vaknadi í morgun, fannst ég vera smá lasin, lagadist vid thad ad fá kaffi og morgunmat. Besti kaffibollinn er á morgnanna.