Wednesday, December 07, 2005
systir mín er að breyta jólagjafalistanum: hún ætlar að gefa bróður okkar disk með singapore sling, syni hans disk með tónlistarmanni sem heitir sama nafni og bróðursonur okkar, þórir, og er væminn anarkisti, konu bróður okkar disk með emilíu torrini, dætrum þeirra coco rosie og eitthvad mjög hart og djúpt rokk, dætrum mínum ætlar hún að gefa emilíu torrini, og singapore sling, mér ætlar hún að gefa jólaplötuna með ellen kristjáns og kk, þið eruð hvortsemeröll lesblind nema þú systir mín og mamma, en ég gef þér bók seinna systir mín kær, segir hún systir mín, en mömmu okkar ætlar hún að gefa ljóðabók þorsteins frá hamri sem nýútkomin er, og pabba disk með skúla sverri, afþví hún hitti þann virta tónlistarmann um daginn, og minnti hann hana á tímalausan gyðing, einnig sem hann bauð af sér góðan þokka, kærustu sinni ætlar hún að gefa kápu og sjálfri sér flugmiða til new york, alla pakkana ætlar hún að pakka inní svart og gyllt, svo langar hana að gefa einhverjum plakat af sofiu loren, kannskif frænku okkar sem heitir einmitt soffía
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment