mamma og mágkona mín og systir eru byrjaðar að baka fyrir jólin en ég er enn saklaus af jólabakstrinum, systir mín hermir eftir mömmu, eltir hana, um leið og mamma bakar franska súkkulaðiköku fer hún og bakar líka, mamma er fyrirmynd systur minnar í einu og öllu, mamma var að laga til áðan og þá datt fóturinn af sjónvarpsborðinu svo hún greip sjónvarpið áður en það datt ofan á hana, þá sagði pabbi, æj æj, ég hef alltof mikið að gera fyrir þetta, og þegar systir mín frétti þetta vildi hún fá að taka pabba í gegn, en þá sagði mamma að hann hefði ekki tíma fyrir það svo systir mín ætlar að taka pabba í gegn seinna, systir mín bað mömmu að hætta taka til, örugglega til þess að hún þyrfti ekki að taka til hjá sér því hún hermir allt eftir mömmu, en ég veit annars að hún er með einhverja tilraunastarfsemi að fara út í göngutúr eldsnemma á morgnanna en svo í þannig göngutúr í morgun varð hún svo hrædd við blaðburðarkonu að hún hljóp aftur inn og fór að hugsa um öll handahófskenndu morðin sem framin væru eldsnemma á morgnanna,
systir mín ætlar að gefa pabba myndin af pabba eftir gerði kristný í jólagjöf og mér ætlar hún að gefa ráðskona óskast í sveit eftir snjólaugu bragadóttur og mömmu ætlar hún að gefa í fylgd með fullorðnum eftir steinunni ólínu og bróður mínum huldukonur í íslenskri myndlist eftir hrafnhildi schram, en ég veit ekki afhverju ég er að kjafta frá, ég er bara smá fúl útí hana, já, almanak þjóðvinafélagsins gefur hún pabba líka, svo ég geti uppljóstrað öllu og bróður mínum að auki bókina kommúnismi, og mér líka bókina um íslensku fegurðardrottningurnar, og svo gefur hún mömmu örugglega líka kjarvalsbókina, hún var eitthvað að tala um það, ég held hún ætli að gefa kærustu sinni kjól og saumavél
No comments:
Post a Comment