systir mín gaf mér teketil í jólagjöf, hún segist ætla að taka hann tilbaka ef ég noti hann ekki, hún gaf mér líka telauf, tepoka og hunang, hún gaf einnig dætrum mínum skemmtilegar og áhugaverðar gjafir
ég var í svo fallegu pilsi um jólin og aðdáuninni rigndi yfir mig, allir elskuðu pilsið og mest mig
ég nenni ekki að lesa þessa dagana, fékk mary higgins clark lánaða í gær, í von um að ég gæti kannski lesið hana, en ég er í óverðskuldugu fríi frá íslenskum fagurbókmenntum, því miður, hvað er að mér
systir mín segir að ef hún ætti eiginmann mundi hún ekki fara fram á minna en hálfa milljón króna jólagjöf, pabbi gaf mömmu mjög falleg leðurstígvél
hún segir líka að allar mæður séu hafnar yfir gagnrýni
hún segir að ég og mamma séu verðlaunahafar í móðurhlutverkinu á heimsmælikvarða sem mæður
nú hefur ekki rignt í 2 klukkustundir samfleytt og eyrun hafa ekki enn vanist því að heyra ekki í regninu sem hefur runnið stanslaust úr skýjunum í 4 daga
smá pása
No comments:
Post a Comment