við getum ímyndað okkur: kirkju, dómkirkjuna í reykjavík, verið er að jarða skrímsli, risastór er kistan svo allir viðstaddir viti nú að skrímsli er dáið, að skrímsli er verið að jarðsyngja en ekki eitthvert yndislegt peð, en enginn viðstaddra veit þó að jarðneskar leyfar skrímslisins rúmast fyrir í eldspýtustokk útafþví að öll skrímsli fá bálför, þó misjafnt sé hvort kista er höfð til sýnis eða fagurmálað duftker við útförina, sem fer fram í kyrrþey því skrímsli hafa ekki efni á öðruvísi jarðarför, en kistan fær að vera uppá punt, útfararþjónustan lánar hana, það eru til sirka 3 svona skrímslakistur í reykjavík, þær fara aldrei ofan í jörðina, þær eru bara viðhafnarkistur fyrir skrímsli því einsog við sögðum: skrímslin eru alltaf brennd, en nú er presturinn að flytja minningarorð: "við jarðsyngjum í dag stórt og mikið skrímsli, þetta var gott og sómasamlegt skrímsli þótt það væri skrímsli, það gerði ekki flugumein þótt það hefði mátt á stundum vera betur til fara og greiða sér og tannbursta sig, enda var það með margar skemmdar tennur þegar það dó en einsog við segjum alltaf: hver er að fara að naga gulrætur í himnaríki, það var með svo stóran munn sem rúmaðist ekki fyrir á tannlæknastofu, þó vissulega það væri ögrandi verkefni fyrir unga tannlækna sem alltaf sækjast eftir ögrandi verkefnum við að sigrast á hinu ósigrandi, gaman hefði verið að skrímslið okkar sem við jarðsyngjum nú hefði fengið tannlæknaþjónsustu hjá ungu tannlæknunum suður í tanngarði, hinni reisulegu stofnun háskólans sem má sín mikils og við nú þörfnumst öll þrátt fyrir heilbrigt líferni og góðan hug, en skrímslið sem við jarðsyngjum var hæverskt skrímsli, fór ekki fram á mikið, þó það gæti síst af öllu takmarkað át sitt, þetta var skrímsli, skrímsli éta mikið..."
presturinn er ekki að fara að hætta, því þessi prestur elskar að halda eulogy yfir skrímsli og meira síðar
No comments:
Post a Comment