Monday, January 09, 2006



áðan sá ég fjóra menn ganga um í fínum frökkum, útaf restauranti yfir götu, í kasmírfrökkum, með fína trefla sem þeir fengu í jólagjöf, í glansandi skóm, nýklipptir, voru þeir einsog útúr bíómynd, ungir menn, úr hollywood mynd, að labba rétt hjá kaffi reykjavík, ég hugsaði: en hvað þá hefur dreymt um þetta lengi að geta verið í fínum fötum að labba um í lítilli borg, að vera mikill heimsborgari, og labba saman, við sömu götuna sem þeir fóru yfir var bekkur og þar sat þá skrímsli í risastórri kanaúlpu með hettuna vel yfir hausnum passandi sig aldeilis vel að láta ekki sjást í andlitið sitt, sneri baki í götuna, það gjóaðist aðeins í breiða hendi með sígarettu, eina hækju, svo var skrímslið sem faldi sig svona í úlpunni, vildi aldrei framar sjást, aldrei aldrei aldrei framar sjást, búið að lána koparstyttu rauðbrúna húfuna sína, svo styttan sem sneri að götunni var nú komin með húfu, fína húfu, sem skrímsli gaf henni, fjórmenningarnir í sæluvímu að labba í bílana sína, svona var það, kannski á einn þeirra einhvern tímann ekki eftir að vilja sjást, og örugglega allir, einhvern tímann, ég fann það svo vel afþví systir mín er líka skrímsli




No comments: