nú reis upp dagurinn fagur var dagurinn sem reis upp og átti fyrir honum að liggja að verða vitni að því er tveir fagrir piltar voru gefnir saman í hjónaband í dómkirkjunni, presturinn vaknaði glaður í bragði, hress og hann hafði ekki verið svona kátur í átta daga því hann hlakkaði svo til að gefa saman piltana fögru, sem hann hafði svona á tímabili verið bálskotinn í áður en hann læknaðist af girnd, sem betur fer, fyrir alla, alla alla alla, sönglaði presturinn með sjálfum sér að laga morgunkaffið, hlakkaði svo til að fara inná kontórinn sinn og semja ræðuna, hann ætlaði að semja fegurstu ræðu sem samin hafði verið af presti í brúðkaupi, hann fann hjá sér þörf til þess í öllum liðum, hann kyssti konu sína sem sat inní græna sófanum í stofunni og las blaðið, byrjuð að reykja eftir 36 tíma pásu, það er þó alltaf eitthvað ef maður getur hætt að reykja í 36 tíma, áfangasigur, hann kyssti hana aftur því hann elskaði hana svo mikið og jafnmikið ræðuna sem hann átti eftir að semja, sem ófædd var í heiminn, sem yrði sú fegursta sinnar tegundar sem samin hefði verið, ó hvað lífið var fagurt og dagurinn fullur blessunar
Friday, January 20, 2006
nú reis upp dagurinn fagur var dagurinn sem reis upp og átti fyrir honum að liggja að verða vitni að því er tveir fagrir piltar voru gefnir saman í hjónaband í dómkirkjunni, presturinn vaknaði glaður í bragði, hress og hann hafði ekki verið svona kátur í átta daga því hann hlakkaði svo til að gefa saman piltana fögru, sem hann hafði svona á tímabili verið bálskotinn í áður en hann læknaðist af girnd, sem betur fer, fyrir alla, alla alla alla, sönglaði presturinn með sjálfum sér að laga morgunkaffið, hlakkaði svo til að fara inná kontórinn sinn og semja ræðuna, hann ætlaði að semja fegurstu ræðu sem samin hafði verið af presti í brúðkaupi, hann fann hjá sér þörf til þess í öllum liðum, hann kyssti konu sína sem sat inní græna sófanum í stofunni og las blaðið, byrjuð að reykja eftir 36 tíma pásu, það er þó alltaf eitthvað ef maður getur hætt að reykja í 36 tíma, áfangasigur, hann kyssti hana aftur því hann elskaði hana svo mikið og jafnmikið ræðuna sem hann átti eftir að semja, sem ófædd var í heiminn, sem yrði sú fegursta sinnar tegundar sem samin hefði verið, ó hvað lífið var fagurt og dagurinn fullur blessunar
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment