skrímsli eru góð fyrir heilann, eftir að ég hef hitt skrímsli, og er ég nú prestur, er ég allur uppveðraður og hress, það er andlegt sturtubað, ég fer alltaf með stóra hunangsköku í heimsókn til skrímslis, það er alltaf gaman að horfa á skrímsli borða hunangsköku, gefandi, hjartnæmt og gaman gaman, skrímsli láta mann hugsa allt uppá nýtt og það er gott því við viljum gjarnan halda í að hugsa allt á sama hátt og alltaf, endurtaka hugsanir okkar einsog spólu, það er líka auðvitað góðra gjalda vert en öllu má nú ofgera sérsaklega í nútímaheimi hraða og spillingar á tímum getuleysis þegar hver höndin á eftir annarri hreykir sér af greddu en við vitum betur við vitum að maðurinn og mannshugurinn og mannshöndin eru svo svo takmörkuð einmitt einsog heimsókn til skrímslis lætur okkur finna fyrir, takmörkum okkar og í framhaldinu af því fyllist maður unaðslegri auðmýkt sem er akkúrat rétta smyrslið fyrir nútímalíf, en varast skyldum við að verja öllum okkar stundum í samveru við skrímsli
Thursday, January 05, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment