Tuesday, January 17, 2006




nú voru tvö líkamsræktartröll að bindast hvor öðrum, annar fór á hnéskeljarnar: viltu giftast mér ástmaður?
hinn kyssti á handarbakið han og sagð:
já, auðvitað, elskan mín.
nú fara þeir niður í dómkirkju að panta brúðardaginn. þeir eru mjög fallegir og myndarlegir og það er góð lykt af þeim því þeir fara alltaf í bað eftir æfingarnar. þeir elska hvorn annan. þeir raka hvorn annan. þeir raka líka öll hár af líkamanum og svo setja þeir á sig brúnkukrem og ilmolíur. þeir segjast lifa í sátt við sjálfan sig. mæður þeirra munu leiða þá inn kirkjugólfið því báðir feður þeirra, skemmtileg tilviljun, eru í hjólastól, annar eftir sjóslys, hinn eftir bílveltu. eru þeir saman afþví að báðir feður þeirra eru í hjólastól? eru þeir hommar afþví báðir feður þeirra eru í hjólastól? raskar það karlmannsímynd að eiga föður í hjólastól? eru þeir kannski hommar afþví mæður þeirra eru mjóar, með fjólublálituð augnlok, sem þykir nú fallegt, þegar mánaskinið fellur á þökin og ljósin eru kveikt í stofunum og eldhúsunum og eitthvað rautt er í matinn, þá er fallegt að vera með fjólublálituð augnlokuð, eru þeir kannski hommar útaf því? þeir játast hvor öðrum og trítla niður í dómkirkju að panta tíma fyrir kirkjulega athöfn heitgöngunnar kærleiksríku, fegnir að þurfa ekki að panta jarðarför, einsog hommar voru mikið til að gera á níunda áratugnum, nei tímar breytast og bjartsýnin ríkir. önnur mamman ætlar að gefa þeim tjald í brúðargjöf, hin rauðan sportbíl. annar pabbinn ætlar að gefa þeim svefnpoka sem hægt er að renna saman, og hinn pabbinn gefur þeim þvottavél. nú eru þeir að tala við prestinn sem finnur handa þeim tíma fyrir athöfnina. presturinn er myndarlegur maður þó hann sé ekki hommi, með grátt í vöngum, svoldið glansandi augu afþví hann notar augnúða og er líka með ofnæmi fyrir köttum, og hann var á kattarheimili fyrir nokkrum klukkustundum að hjálpa fólki við að semja frið í einkalífinu. prestur getur ekki neitað að fara inná heimili þarsem eru kettir þótt hann sé með ofnæmi fyrir þeim. hann verður að sinna skylduverkum sínum sama þótt það kosti hann glansaugu, nefrennsli, kvef, þunga fyrir höfðinu og handskjálfta. og hann fær ekkert borgað aukreitis fyrir það, fulltrúi guðs á jörðu vill heldur ekki auglýsa fyrir biskupi sínum að hann sé með ofnæmi fyrir dýraríkinu. það er leiðinlegt fyrir hann að hósta svona á sköpunarverkið. en svo indælir eru kraflyftingapiltarnir að presturinn gleymir ofnæminu um hríð á meðan hann skrifar niður sálmana sem syngja á við athöfnina.
séra prestur, vonandi kemur svo að því að þú jarðir okkur, því þú ert svo kurteis og góður, við höfum aldrei hitt jafn kurteisan og góðan prest fyrr, segir annar kraftlyftingapiltanna.
einu sinni hittum við prest sem var svo vondur við okkur, en við skulum ekki tala um það, við höfum vanið okkur á að tala ekki um þetta vonda og leggja áherlsu á það góða í mannlífinu, heldur hinn áfram, og prestur kinkar kolli og segir:
það er einmitt þannig sem maður á að lifa, segir prestur og þurrkar sér í framan með vasaklút.
piltarnir taka í höndina á prestinum, takk séra, fyrir einstaklega góða þjónustu, svo leiðast þeir útúr kirkjunni svo brakar í gömlum viði í gólffjölunum. annar fær gæsahúð, afþví svona brak lætur hann fá gæsahúð, hinn langar að faðma hinn að sér því hann er svo glaður og hvíslar: úff, gaman væri bara að skella sér í herbergi á borginni (hótellið við hliðiná kirkjunni) í einn, ég elska þig, ég er brjálaður í þig, hvíslar hann, lágt, lágt, í kirkjunni. en presturinn stendur í kirkjuglugganum og horfir á hina ástföngnu kraftlyftingamenn ganga yfir götuna og í átt að rauða sportbílnum sem önnur mamman gat ekki beðið með að gefa þeim. presturinn hugsar, hann hugsar: ástin er eilíf, hann snýtir sér og þurrkar sér um augun, svo hugsar hann um gömlu prestana sem reyndu við hann þegar hann var ungur stúdent, en hann var aldrei svo skapi farinn að hann langaði að kyssa þá, hann langaði aldrei að kyssa kalla, en hann reyndi þó að kyssa einn en gat ekki sofið hjá honum afþví hann þorði ekki að standa sig ekki í rúminu gagnvart jafn gáfuðum manni og sá var og þess vegna sneri hann sig útúr því og sagðist vera með magapest, þegar sá leitaði eftir því að fá að sofa hjá honum. þegar það gerðist svo aftur, að sá kom að máli við hann og vildi sofa hjá honum, þá var hann í alvörunni með magapest og síðan þá hefur hann vitað að ef maður vill fá magapest á maður bara að ljúga því maður sé með magapest nokkru áður, og þá kemur það. svona var það. þessar magapestir, ein upplogin og önnur sönn, fældu þetta háæruverðuga gáfumenni frá honum, og hann var því alla tíð feginn. en kannski hefði hann bara átt að láta slag standa. kannski hefði það verið gaman. kannski hefði maðurinn skilið hann, getað náð honum uppúr minnimáttarkenndinni sem hann hafði gagnvart sjálfum sér sem kynveru. og þeir tveir myndu búa saman í dag, í staðinn fyrir mállausa konu sem var alltaf að reyna að hætta reykja, kannski var það líka honum að kenna að hún var mállaus, gat ekki hætt að reykja. æji, manú, hvað veit maður svosem hvað er best fyrir mann og kannski ekkert. nú eru kraftlyftingarmennirnir að elskast heima hjá sér og presturinn finnur það, hann finnur sláttinn í eiginn líkama, hann finnur það, svona einosg upploginn magapest sem gerist síðar, hann finnur lykt í eiginn höfði af ferskum brundi. oj bara, hugsar hann með sér og skelfur einsog hrísla í vindi.






No comments: