Thursday, January 19, 2006




presturinn í dómkirkjunni [karlkyns] var orðinn brjálæðislega ástfanginn af tveimur líkamsræktarpiltum sem að komið höfðu til hans að panta hjá honum og kirkjunni eitt stykki hjónavígslu, hann gat ekki hætt að hugsa um þá, hann svitnaði við tilhugsunina um rauða sportbílin sem hann sá þá hverfa uppí og þjóta af stað frjálsa einsog fuglinn, presturinn hugsaði um þá dag og nótt, uppí rúmi við hliðiná konunni sinni sem var að horfa á dallas öllum stundum, á meðan hún var að reyna að venja sig af sígarettunum, það sæmir ekki lengur prestfrú að reykja, hafði hún sagt við séra sinn, og sérann hennar nikkaði höfðinu skilningsríkur að bragði, en hausinn fullur af hugsunum um tvo kraftmikla pilta sem komið höfðu til hans í sáraeinföldum tilgangi að staðfesta frammi fyrir guði ást sína og tryggð, ævilangan samning, prestinum þótt leitt að vera orðinn ástfanginn svona af tveimur í einu og einhverjum utan hjónabandsins svo hann fór til vígslubiskups að ræða við hann, trúði honum fyrir öllu, vígslubiskup tók utan um hann og sagði, fylgdu mér, presturinn elti vígslubiskupinn á sólbaðstofu, þar lögðust þeir í sólbað, á sólarbekkjunum, en aðeins þil var á milli, vígslubiskupinn sagði: hugsaðu um mig, að ég sé hinumeginn við þilið allsber á samskonar bekk og þú og ég hugsa um þig, að þú sért hinumeginn við þilið allsber á samskonar bekk og ég, og þegar sólartíminn er liðinn skulum við hittast í sturtunni vinur minn. svo hittust þeir í sturtunni. þetta var endurnærandi elskulegi vígslubiskup, já, sagði vígslubiskupinn, lífið er oft flókið en við flóknum vandamálum eru oft til sáraeinfaldar lausnir, þá þvoðu þeir sér hátt og lágt með sítrónu og lavandersápu, sjampóuðu hárið, þeir voru nefnilega hvorugir sköllóttir, ég sting upppá því að við förum allir saman karlprestarnir saman í ljós og sturtu, fyrst allir á ljósabekkinn svo í sturtu á næstu prestaráðstefnu, það er svo endurnærandi, sagði presturinn, andlega endurnærandi og frískandi, svo voru þeir orðnir hreinir og fínir, þurrkuðu sér í mjúku handklæðin á sólbaðstofunni, klæddu sig í fötin, þetta var endurnærandi, endurtók sérann þegar þeir gengu útí hljóðlátt kvöldið, ertu ekki alveg orðinn heill, spurði vígslubiskupinn, jú, alveg, svaraði sérann, þá sagði vígslubiskupinn:
ástin er eilíf, ástin sigrar allt, en þegar ástin hefur stungið sér niður á milli tveggja og byrjað að blómstra og búa til andlegan blómstrandi fegurðargarð getum við ekki hin girnst hana, við verðum að njóta hennar og færa henni alúð okkar og virðingu, en við getum ekki plompað okkur ofan í annarra ástir svona hú og he, amor hittir okkur einu sinni tvisar, kannski þrisvar, um ævina, þú ert ungur prestur, bíddu bara rólegur, sagði vígslubiskup og klappaði prestinum vinalega og föðurlega á öxlina og á frískandi vetrar kvöldi gekk presturinn, tár hans á vanganum þornuðu, heim til konu sinnar, frjáls einsog fuglinn var hann loks laus við allan hommaskap í bili, hann háttaði, nuddaði konuna sína blettinn sem nudda á tilað hætta að reykja og er einhver leyndarmálsblettur sem víst fáir þekkja, en hvað með það, margir vilja hvort sem er ekki hætta að reykja og það gilti um þessa prestfrú, en það mátti reyna, hana langaði síðan að fara í bað en maðurinn hennar nennti ekki að fara í bað eftir allt saman, svo fór frúin í bað og presturinn las fyrir hana á meðan uppúr góðri bók, lagðist uppí, lokaði augunum og hugsaði EKKI um tvo fagra líkamsræktarpilta eða girntist þá á neinn hátt, ó, hvað hann var orðinn frjáls, svona voru ráð víglsubiskups góð




No comments: