Wednesday, January 25, 2006





dómkirkjupresturinn og eiginkona hans sátu við arineldinn um kvöldið, hún var að reykja kent og hann var að reykja pípu, hún var að lesa agötu kristí og hann var að lesa raymond chandler, svo litu þau upp af lestrinum og horfðu í augu hvors annars og föttuðu allt í einu útá hvað ástin gekk: - svona augnaráð einsog þetta -, og eftir að þau föttuðu það þá föttuðu þau svo ótal ótal margt annað, einsog eilífðarvit heimsins hefði birst þeim með þessu augnartillit er þau horfðust svona í augu og mundu að þau voru og yrðu um alla eilíf ástin í lífi hvors annars

presturinn: það hefur kennt mér svo margt að gefa saman tvo karlmenn í heilagt hjónaband frammi fyrir altari jesú krists, það hefur kennt mér hvað ástin er mikið afl í heiminum, að það er satt sem páll postuli vildi meina að kærleikurinn fellur aldrei úr gildi
eiginkonan: veistu það að þú ert allur annar maður eftir að þú fórst að gefa saman homma og lessur, þú ert miklu rólegri, yfirvegaðri, fallegri, augnaráð þitt er orðið ómótstæðilegt, þú hefur breyst svo og þroskast, ég hef aldrei vitað jafn mikla breytingu á einum manni, þú ert líka farinn að skrifa miklu betri sunnudagshugvekjur ástin mín
presturinn: já ég veit það, líka, veistu hvað, mér finnst núna miklu miklu skemmtilegra að skrifa eftir að við leyfðum giftingar samkynhneigðra í kirkjunni, það hleypti mér inní einhvern skáldskaparstraum sem ég vissi ekki að væri til, heimurinn opnaðist fyrir mér og mér líður á hverjum degi einsog ég sé staddur í víðfeðmum dal með bláum himni, opið til allra átta, fuglarnir fljúga einsog höfðingjar um himininn, grasið vex og sprettur við fætur mér, hugarfylgsni mín eru svo blómleg og frjósöm eftir að ég byrjaði að gefa saman homma og lesbíur, nú útilokum við engan, nú mega allir vera með og um leið opnar almúttugur Guð heiminn uppá gátt fyrir okkur, en líka ástin mín, hvar væri ég án þín
eiginkonan: já segðu, og hvar væri ég án þín, jafn fordómalaus maður er vandfundinn sem leyfir prestfrú sinni að reykja einsog skorsteinn og hefur alltaf leyft mér að vera einsog ég er, takk ástin mín, ég elska þig um alla eilífð
presturinn: og ég þig
svo kysstust þau fyrir framan arineldinn, þetta var allt annað líf og miklu skemmtilegra, auðugra og tilfinningadýpra









No comments: