Tuesday, January 24, 2006


hvort finnst mér skemmtilegra að jarðsyngja skrímsli eða gefa saman tvo fallega pilta í heilagt hjónaband frammi fyrir drottni, var presturinn að spyrja sjálfan sig, í eilífum rökræðum við sjálfan sig var hann, á meðan hann var að raka sig fyrir framan baðspegilinn, alltaf er nú gaman að jarðsyngja skrímsli sérstaklega ef kirkjan er nærri því galtóm, aldrei myndi honum leiðast það, og því stærra og meira skrímsli því betra, því óhugnanlegra og ógeðslegra skrímsli því betra, þýddi m.a. einu skrímslinu færra, enda gaman að skrifa skrímsla eulogíu, dásamlegt, en að gefa saman pilta, var kannski of sætt of fagurt tilað geta verið satt, skrímslajarðarför gaf honum meira krydd í kroppinn, hitt, hitt var svona dáldið væmið, hann öfundaði ekki tvo menn sem kysstust uppvið altarið eftir heitið góða, þó gat hann ímyndað sér að það væri spennandi upplifun, erótískt, þarna fyrir framan altarið, presturinn hélt áfram að raka á sér vangann í von um að skera sig pínulítið á hnífnum og minntist nú allra fjörugu piltanna úr sunnudagsskólunum sem höfðu kvatt æskuna með pínulítilli sorg, sem hægt var að svala með bjór kannski og góðum lestri á vinsamlegum bókum, og kvíða fyrir ærslalausri framtíð með kellingu og krökkum, en strákar voru í grunninum til fórnfúsir, hugsaði presturinn og skolaði rakhnífinn í vatnið sem kom úr krananum, hann skyldi aldrei fá sér rafmagns

No comments: