systir mín er alveg búin að skríða inní einhvern helli, hún heldur örugglega að hún sé skrímsli og skrímsli eiga heima í hellum, það er ekkert símabox í hellinum hennar eða gervitunglasamband þangað
skv stöðu himintunglanna á fólk að leita sér þekkingar á næstu vikum og vera rólegt í líkamanum og þurfandi í andanum, en gleyma sér ekki um og of í sjálfsfróun þó mælt sé með henni a.m.k. einu sinni í viku, segja stjörnurnar
eldri dóttir mín er búin að vera lasin, sú yngri vill líka ekki mæta í skólann þegar sú eldri mætir ekki vegna pestarinnar, ef að systir mín væri mamma þeirra mundu þær sjaldan eða aldrei mæta í skóla, en hún á heldur ekki börn og veit ekkert um uppeldi, hefur aldrei þroskast, getur ekki kennt öðrum rétt og rangt því hún þekkir ekki muninn, en hún sagði við mig um daginn, að ég væri ein sú besta mamma sem hún vissi um, og ég væri miklu miklu miklu betri mamma en ég gerði mér grein fyrir, ég hároðnaði þegar hún sagði þetta við mig, hún sagðist mundu tilnefna mig sem bestu mömmu í heiminum á óskarsverðlaunahátíðinni í mars n.k., ég held bara hún hafi nokkuð til síns máls en ég veit það ekki, ég verð pínu feimin þegar hún fer að tala svona, ég er líka menntuð í heilsugæslu og veit þegar fólk er ekki alveg í lagi, spyr mig stundum að því þegar ég hlusta á systur mína en ekki þó oft, þótt hún sé um þessar mundir að festast í skrímslaídentítííi, en það hefur heldur enginn vont af því að gera það í smástund í miðju skammdeginu
No comments:
Post a Comment