Tuesday, August 02, 2005

að venjast því að vera eigandi bloggsíðu


nú er ég hjá systur minni sem er dásamleg manneskja, frjáls og fáum óháð, við erum að leita að gistingu fyrir mig og 7 aðra á mallorcaeyjunni eftir eina viku c.a., og rétt í miðri leit, hleyp ég til og fæ lánaða varalitabílinn tilað keyra dóttur mína í listaþerapíu, rándýr er þessi meðferð, miðað við allt og allt, einsog systir mín segir, sem veit eiginlega allt: listin er dýr, og vill meina að þetta séu mestu monthanar en þó viðkvæmir m.h., listafólkið í heiminn, en heimurinn væri betri ef listafólkið væri í ríkisstjórnum segi ég, þó svo megi ekki gleyma því að einn sá mesti fjöldamorðingi sögunnar hafði verið listaskólastúdent á árum áður, heyrt líka um hryðjuverkafólk sem á yngri árum voru ljóðskáld, etc, etc, hvað á kona að halda. i love iceland og sérstaklega mikið einsog nú þegar rignir einsog úr fötu hellist bara yfir okkur, mmmm dásamleg rigning. oj barasta er það nú rigning, segir sú sem systir mín er kærasta, en hún er líka dásamleg engum óháð, magnifica, ein merkilegasta manneskja sem ég hef kynnst. við erum 3 hér undir þessu þaki sem funkerar sem regnhlíf líka í augnablikinu. ollræt. love hurts itself.

No comments: