á síðustu misserum hefur mikill áróður verið rekin fyrir skák, og börnin rekin í að tefla, svo þau sogist ekki inní tómleika, tölvuleiki, óreglu og eitthvað sem yfirhöfuð er óhollt, að sporna við því því skák er talin vera holl íþrótt, göfug íþrótt - er það ekki, ég er áhugamanneskja um skák, tefldi þegar ég var stelpa við vinkonu mína, en fékk aldrei sömu þjálfun og kennslu og bróðir minn og frændi, þeir lærðu leynitrikk sem gengu frá feðrum til sona, en við vinkonurnar lærðum aðeins mannganginn af pöbbunum, enginn trikk, svo ég fagna því að nú hefur verið stofnaður skákskóli barna að einu leyti afþví að áherlsa er lögð þar á stelpur, að stelpum sé kennt að tefla, hin dæmigerði skákari er karlkyns róyndisvera sem ekki er mikið útá götum í slagsmálum, heldur klæðist rúllukragapeysum, reykir pípu, er hugsandi á svipinn, en sér er nú hver klisjan, jú, hann er víst ekki skv tölfræði alþjóðlegra skáksambanda að slást útá götum því hann fær útrás fyrir bardagann á taflborðinnu, þar slæst hann með þögulum kjafti og ósýnilegum klóm, drepur, fórnar mönnum, myrðir og missir menn og það allt, skák er stríðsleikur, gleymum því ekki, og uppbygging hans mjög hefðbundin, afturhaldssöm, kóngur og drottning í ríki sínu, umkringd eru þau biskupum og riddurum og peðum, skákin viðheldur hugmyndum okkar um ójafnrétti, mismunun, vald, kúgun, og það, ég hef verið að velta þessu fyrir mér uppá síðkastið á sama tíma og ég stilli upp skákborðinu mínu og fer að tefla, og stundum einnig við óþekkt fólk hér og þar í heiminum í gegnum netið, skákin á að vera góð íþrótt fyrir hausinn, svo hausinn læri að beita klækjum, plotta og koma aftan að andstæðingnum, hrella hann, fella hann, er þetta alltaf sama drápseðlið í okkur? ég spyr, eða gömul tugga?
p.s. nú á að fara bjarga afríku og grænlandi með skák. venjulegar hugmyndir hvítra um að grasið sé ekki grænna hinu meginn heldur finnist þar aðeins sviðin jörð sem geymir eitrað vatn, hræðilega mikla eymd, volæði og ræfilsgang, veikindi og sjúkdóma, óreglu og sjálfsmorð. en nú mun skákkennsla sem beint er að börnunum á þessum vonarstöðum bjarga því hryllilega mikið. ættu kannski þessir aðilar sem eru að fara að bjarga grænlandi og afríku með skák að stilla upp í hvítahúsinu, kenna þeim þar að tefla á litlu skákborði, mini skákborði, því heimurinn er leiksvið.
No comments:
Post a Comment