Saturday, August 13, 2005

já já á leið í sturtu

við erum í góðu yfirlæti hér á puerto cristo, litlum bæ með 22 veitingahúsum, lítilli strönd, dularfullum hellum, lítilli bátahöfn, engin háhýsi eða stærri hótel, í gærkvöldi fórum við bróðir minn og mágkona útá bar og fyrstu sem við hittum þar voru dóttir mín og bróðursonur sem sátu þar í góðu yfirlæti á leið á diskó, í fyrsta sinn hitti ég eldri dóttur mína á fullorðinsslóðum, ógleymanleg stund, dálítið skerý líka, því ég er ekki alveg tilbúin kannski, jú jú, auðvitað er ég tilbúin, ég er hjúkka og þær eru ávalt meira tilbúnar en skátarnir, við bróðir minn hringjum við og við í stóru systur, hann vill hún kaupi miða fyrir okkur á patty smith tónleikana í reykjavík nasa um mánaðarmótin, patty smith fór framhjá mér þegar ég var unglingur, ekki einsog clash, því miður er einn þeirra góðu manna nú látinn, svo ekki fara þeir að spila á íslandi aftur, og á sínum tíma, þegar þeir spiluðu á íslandi í laugardagshöllinni, smyglaði ég mér á tónleikana með vinkonu minni, við vorum 15 ára, ég keypti plötuna þeirra london calling, systir mín segir að þegar hún sjái plötuna hvar sem er hugsi hún alltaf til mín, clash hafði djúp áhrif á mig og breska pönkbylgjan í heild sinni, systir mín var meira diskó þó hún hefði hlustað eitthvað smá á patty hjá frænku okkar sem keypti fleiri plötur en við, hún segir, systir mín, að ég hafi eitthvað í líkamanum sem var sameiginlegt með pönkinu breska, vaxtarlag pönkara, kannski, systir mín er meira einsog dolly pardon í líkamanum, það er heitt, og heitara með hverjum deginum, svo heitt að ég vissi ekki að í heiminum gæti orðið svo heitt, best að fara í sturtu, sú frækna frænka mín komst á netið í íbúðinni okkar hér, hún er tölvugúruinn minn, einsog dóttir mín yngri, sem kann allt sem ég kann ekki, nú fer ég í sturtu,



No comments: