Sunday, August 07, 2005
sunnudagur rok og rigning dásamlegt
Í gærkvöldi langaði mig út á lífið en undir niðri ekki og án þess ég reyndi réðu undirniðri óskirnar, það kemur sér vel í dag, því ég er ekki þunn. Gott ástand fyrir spænskunámið mitt. Veðrið er heldur ekki þunnt, þó það eigi að vera sól samkvæmt nafninu sem dagurinn ber fýkur allt einsog oft gerist á haustin. Ég er því bara fegin ef haustið kemur fljótt. Ég vil ekki vera að halda í sumarið ef því er náttúrulega séð lokið. Streitast við að hafa sumar þegar vill ekkert vera sumar. En sumarið kemur og fer á Íslandi. Það er feimið, hleypur í burtu, kemur svo aftur úr felunum. Kannski hommi í skápnum er íslenska sumarið, án þess ég vilji vera að nöldra svona mikið um það. Ég er nú að fara til eins af heitustu löndum Evrópu, í sumarið þar, og hef ekki leyfi tilað kvarta.
Við dóttir mín keyptum okkur saman myndavél í gær og ég þarf að læra á hana í dag.
Nokkur orð um heimilislækna og vöntun á þeim á landinu:
Árlega eru læknar útskrifaðir og færri sem komast að uppí læknadeild en vilja, það finnst mér skrítið uppá þessa vöntun að gera, það á líka að vera hægt að ráða lækna frá útlöndum, en ég vildi mest af öllu segja þetta:
Ég vil að heimilislæknar komi inná heimilin þarsem þeir eru heimilislæknar, þeir eru læknar heimilisins, og oft á tíðum er ekki nóg að einn pési af einu 5, 6 manna heimili mæti á heilsugæslustöðina og hitti lækninn, kannski er öll fjölskyldan t.d. meira og minna sjúk, vegna einhvers sjúks samskiptamynsturs, osfrv. Ef til dæmis heimilislæknir hvers heimilis mætir þangað árlega, eða tvisvar á ári, að vori og hausti t.d., og gerir þá læknisskoðun á öllum á heimilinu. Setjist með fólkinu og spjalli við það yfir kaffibolla, punkti niður hvernig heilsan sé búin að vera, hvaða flensur hafi gengið og allir ræði saman um líkamlegu kvillana, kverkaskít, áhyggjur, þunglyndi, magapínur, bronkítis, ofnæmi, osfrv, og allir fái lágmarks og meiriháttar athygli. Eftir kaffið taki læknirinn hvern fyrir sig inní eitt herbergið og skoði viðkomandi, einsog er gert við skólakrakka. En nota bene: þetta sé ekki skylda, ef sum heimili vilji ekki fá þessar heimsóknir þá þurfi þau það ekki, og ef sumir inná heimilunum vilji ekki láta skoða sig þá eigi ekki að skikka þau til þess.
love, amor
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment