Sunday, August 07, 2005

á eftirmiddagssunnudegi



Það pirrar mig að ég geti ekki lært á nýju myndavélina án þess að þurfa að hafa fyrir því. Ég hélt að svona nútímamyndavélar væru hátindur einfaldleikans og fylgdu óskum mínum án fyrirhafnar en það er ekki svo. Hér er á ferðinni hugsanagangur, tæknilegur, sem er ekki minn, því miður. Svo þessi nýja myndavél hefur tafið mig frá spænskunáminu í allan dag. Á eftir koma uppáhaldsfrænkurnar okkar hingað og munu gista. Þær eru tvíburar og vel af guði gerðar. Systir mín er heima hjá sér, hún á eitthvað bágt með félagsleg samskipti, en hún hleypur mér ekki að sér svo ég geti talað um þetta vandamál við hana. Aumingja stelpan, eða konan réttara sagt. Enda mundi ég ekki fá að segja neitt eða ráðleggja henni, því hún veit alltaf allt best, ein af þeim, og er alltaf að benda á það sem ég mætti lagfæra í mínu fari, í hverri viku les hún mér pistilinn, ég hlusta yfirveguð á, einsog litlu systur verða að gera við stórusystur, láta þær halda að þær séu enn þá stórusystur og þroski þeirra og yfirburðir á heimsmælikvarða. En hvað þá með hana? Er systir mín fullkomin? Ef hún les þetta, sem ég býst ekki við hún geri, ráðlegg ég henni að drífa sig til sálfræðings útaf félagsfælni. Systir mín góð hvað ertu að gera í dag? Þarna í kílómetra fjarlægð frá mér? Verst hvað kíkirinn minn drífur lítið. Jæja, minna rok og meiri von um áframhald á sumri hér við heimskautsbaug, ég kveð að sinni, ætla að baka súkkulaðitertu handa sætu frænkunum okkar, love, attitude, amor, admiration, mætti fara útí búð og kaupa jarðarber - við erum sko jarðarberjafjölskyldan á Íslandi - kannski nánar um það síðar.



PS: Muna að ég þarf að skrifa pistil um skák á næstunni


No comments: