Monday, August 22, 2005

dásamlegur hvíldardagur, stofnfundur taflfélagsins Riddaralegu drottningarnar



Þær stöllurnar komu til okkar í gær, kærusturnar tvær, og buðu okkur með sér í strandbolta útí Nautholtsvík, vissu að við vorum nýkomnar frá Mallorca, vanastar orðnar strandlífinu, svo við rukum til, að fara í strandbolta, sem við elsta dóttir mín vissum ekki hvað var, en lærðum fljótt, og ég kom í fyrsta sinn á gullströndina í Nauthólsvík, í fljúgandi roki, og við enduðum á að spila þar fótbolta, ég, dóttir mín eldri og kærusturnar, þær spiluðu nú furðulegan bolta, og við allar, engar reglur, mér líkar það, afþví mér hefur aldrei líkað við reglur, þó auðvelt sé að prógramma mig, og mér þykir gott að hafa þær til hliðsjónar, pabbi sagði það alltaf þegar ég var lítil, hvað var auðvelt að prógrammera mig, t.d. tannburstaði ég mig á hverju kvöldi og borðaði aldrei aldrei eftir það sama hvað var í boði, enda hef ég bestu tennur í fjölskyldu minni, það er ekki hægt að ímynda sér að við hefðum lifað á sama kosti ég og systkini mín sem börn ef gáð er uppí munna okkar þriggja, aumingja systkini mín, en þetta hafa þau uppúr krafsinu, að hafa freistast tilað borða nammi eftir að þau voru búin að tannbursta sig á kvöldin, heima hjá okkur var mikið nammiát. En já, við spiluðum okkar tegund af fótbolta, sem var ágætis upphitun fyrir fótboltann sem við áttum eftir að horfa á kl 18 í Kaplakrikanum, þegar FH malaði krossfarana í Vali, og urðu með því Íslandsmeistarar, dóttir mín fór ekki með og systir mín skrapp af leiknum heim til mömmu litla mömmubarnið, á meðan við sæta mágkona mín sátum og fylgdumst grannt með hámarki sigurgöngu íþróttaliðsins úr Gaflarabæ, og svo beint heim, systir mín náði í okkur, í pizzur og skák, við tefldum nokkra leiki, tvær og tvær og stofnuðum skákfélagið: RIDDARALEGU DROTTNINGARNAR, meðlimir eru: ég, kærusturnar tvær, vinkona eldri dóttur minnar, og vinkona hennar, já og félagið æfir líka óreglulegan fótbolta, en sæta mágkona mín ætlar að hanna fótboltabúningana handa okkur, röndótta sokkar, nei við segjum ekki meir, og svo: næst á dagskrá, á þessum hvíldardegi sem var í gær: horfðum við á Rocky Horror Picture Show, tvær okkar dreyptum á púrtvíni með bíóinu en systir mín er bindindismanneskja, fyrsta bindindismanneskjan í fjölskyldu okkar í aldaraðir, ég tel það gott, en aumingja hún. Já, fyrr um daginn vorum við búnar að háma í okkur m&mi og tobleronei. Og gleymdi einu: við borðuðum súpur í Nautholtsvík og töluðum um þróun kvenlíkamans á meðan.



No comments: