ég fór frá einni eyju á aðra,
iceland - mallorca,
í dásamlega íbúð sem s og k
( lessurnar í ættinni en þær keyrðu okkur útá völl í gærmorgun á 2 bílum - n.b.: lessurnar eru alls staðar, mamma þín gæti verið það, læknirinn þinn, bréfberinn, konan í sjoppunni sem selur þér retturnar, já hvaða kona sem er þær leynast alls staðar)
fundu handa okkur fyrir framan fallega bátahöfn,
ég horfi á möstrin þegar ég stend útá svölum og þau stinga sér inní hugarfylgsni mín einsog tónar á meðan ég furða mig á hvað loftið getur raunverulega orðið heitt og þykkt
einsog flauel,
við erum átta saman í íbúðinni og hér er allt til alls
þó vantaði handklæði en það fékk ég að vita áður en við fórum að heiman,
tvo baðherbergi eru, svo tveir geta verið í sturtu í einu, sem er gott í miklum hita, veitingarstaður fyrir neðan okkur, lítil strönd í 2ja mínútu göngufæri,
best að ég biðji bróður minn besta sem er einn hinna átta, að kynna mér kaffimenninguna, ég hef heyrt að fólk á spáni drekki:
café con leche, cortado, café solo, café americano,
og gaman væri að þekkja muninn og finna út hvað af þessu mér finnist best,
bróðir minn er kaffimaður, sem drekkur aldrei annað en fínustu kaffi, sem fáanleg eru á heimaeyjunni okkar, og nú erum við komin til mekka evrópskrar kaffimenningar, best að skoða það, og tími fyrir sól
það er alltaf gott að fara á annan stað með vinum sínum og fjölskyldu og vera saman í allt öðru umhverfi,
dæturnar mínar hér á spáni fá nýjan svip, þær eru fallegar fyrir og sprengja nú fegurðarskalann og líka bestu frænkurnar mínar, bróðir minn og uppáhaldsfrændi minn og mín yndislegasta mágkona allt verður nýtt
jæja
sól sól skín á mig hanna valdís rekur við gott er fyrir sólina að viðra sig sól sól skín á mig
nú labba ég útá strönd
No comments:
Post a Comment