Saturday, August 06, 2005

gleðigjafi, frelsisdagurinn í dag




á næstu 4 dögum neyðist ég í að læra spænsku, því þá fer ég á spænskt málsvæði, hingað til hef ég haft samskipti á spænsku við þá sem þarna fyrir sunnan okkur bíða með lykla og íbúð með hjálp tungumálakunnáttu annarra, ég hef sent frá mér bréf á spænsku, það hefur verið talað fyrir mig á sama máli í síma, nú verð ég að standa undir nafni, þessu nafni sem undirritað hefur bréfin,
ég kann nú þegar:

sí og no

buenos días, amor, madre mía, qué bueno, magnifico, todos somos amigos, buenas noches, qué mal, díos mío, qué pasa, vaya, no entiendo, hablo islandés, la cuenta por favor, dónde vamos, vamos a la playa, quiero un coche, la luna está llena esta noche

ég ætla samt ekki að byrja námið í dag, en kannski á morgun, hver veit
, í dag er gleðidagur kynvilltra og ég ætla fagna honum með sóma í rjómalogni,
ég þekki svo margt hýrt fólk, bæði í gegnum starfið og í einkalífinu og í fjölskyldunni
, en fyrst í stað fannst mér þetta vera geðveiki en með tímanum hefur mér lærst að kynlíf gagnkynhneigðra er miklu heftara en samkynhneigðra,
að kynlíf g.k.h. er mikið til þess fallið að búa til börn því getnaður er alltaf mögulegur ef viðkomandi einstaklingar sem njóta saman ásta hafa ekki farið í ófrjósemisaðgerðir
,
að samkynhneigðir njóta mesta frelsisins í kynlífinu hef ég fattað
, þótt þeir hafi í aldaraðir verið sviptir þessu fresli á andlega planinu og öllum öðrum stigum samfélagsins, líklega bara vegna öfundssýkinnar, segi ég, öfundssýkinnar útí frelsið sem Guð gaf s.k.hneigðum tilað njóta hvers annars án þess að þurfa að eiga von á getnaði og ævilangri ábyrgð á fólkinu sem verður til með hjálp g.k.h. kynlífs,
einsog prestarnir í suðrænum löndum hvað þeir hata homma af tómri öfundssýki, hommana sem þurfa ekki að skrifa undir ævilangan samning við páfa tilað fara á hommadiskótek,
æj best að hætta núna, ég verð að fara að læra spænsku og koma mér í gleðigönguna
,
buen día a todos,
njótum frelsisins sem við búum við og verum glöð þó margt megi betur fara: happy happy happy people today, oræt





1 comment:

Anonymous said...

hullo
langaði bara að segja hullo