Monday, January 15, 2007
stjórnmálafólk
ég dýrka ingibjörgu sólrúnu gísladóttur. hún er öflug og viljasterk. ég hef verið að virða fyrir mér hið pólítíska landslag á íslandi. þykir mér geir haarde vinsamlegur maður og sympatískur. sama þykir mér um þorgerði katrínu. steingrímur sigfússon er mjög hlýr og skemmtilegur og góður ræðumaður. þá þykir mér össur skarphéðinsson einnig hlýr og skemmtilegur, svona lúnn, og lýsir af honum þægilegri nærveru af skjánum. fólk í framsóknarflokknum hefur ekki virkað á mig, nema ein stelpa sem ég man ekki hvað heitir og ég hlustaði á ræðu hennar í eldhúsdagsumræðunum síðustu og hún var góð. þá þykir mér margrét sverrisdóttir skelegg og öflug. nú hef ég ekki manninn minn hjá mér lengur til að segja mér hvað ég eigi að kjósa og verð að taka ákvörðun uppá eigin spýtur. það er ákveðin challenge auðvitað og ég hlakka bara til að leysa úr þessum höfuðverk hins frjálsa þegns í lýðræðisríki. þá verð ég að þakka dorriti moussaieff fyrir frábæran þátt í gær. þar eigum við glæsilegan og vitiborinn fulltrúa sem líka er skemmtileg. hún er dásamleg.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment