Sunday, January 07, 2007

geðveik ast

systir mín, hún veit allt, segir mér að mikið sé um að vera í ástarlífinu hér í bæ, eða borg, og að nú sé ekki lengur farið eftir gömlum reglum við mökunina og búið sé að henda þeim uppí loft einsog spilastokk og hurfu þær með því inn í gufuhvolfið, kannski enda þær á annarri plánetu þessar reglur einsog eitthvað með að karlinn eigi að vera 2 árum eldri en konan og það, nú eru engar svoleiðis reglur lengur, segir systir mín, því manneskjan hefur yfirgefið bóndabæinn - ég veit ekki hvað hún meinar með því - og gerði fyrir löngu í draumum sínum. dýrkun á sögunni komi í stað dýrkun á æsku, dýrkun á útliti, dýrkun á auðæfum, dýrkun á ættum, dýrkun á einhverju, æj ég man ekki hvað hún sagði, systir mín hefur alla tíð verið talin rugluð.

No comments: