Saturday, January 13, 2007
kampavín og gúrka
nú er orðið ljóst að fleiri evrópubúar en magni eru að flytja til los angeles, þegar davíð beckham skrifaði undir samninginn við galaxy fótboltaliðið þar í borg og viktoría er farin að þræða fasteignasölurnar þarna fyrir vestan. nú hefur magni ekki eyrúnu með sér út enda er hún með háskólapróf í íslenskum fræðum sem gagnast lítið í kaliforníu. svo það er gott að þau séu skilin og hún geti haldið áfram að kenna í þeim góða skóla flensborg. nú er laugardagskvöld og ég er að þvo ljósan þvott, sem minnir mig á, að allur garðurinn minn er ljós á litinn, yfirbreiddur snjó, kannski ég hafi sett hvítan þvott í vélina undir augljósum áhrifum frá snjónum. mig langar ekki á sjens í kvöld, en hvar gæti ég fundið hinn eina rétta? bara í von um að spæla minn fyrrverandi væri ég til í að sofa hjá fjallmyndarlegum manni sem segði að ég væri æðisleg á hálftíma fresti og spyrði hvar ég væri búin að vera allan þennan tíma sem hann vissi ekki að ég væri til. nú vissi hann afhverju hann væri búinn að naga sig í handarbökin í öll þessi ár. svo færi hann að gráta afþví hann væri svo viðkvæmur þegar ég segði honum undan og ofan sögu mína. og svo segði hann: konan mín dó úr krabbameini. og þá færi ég að gráta. og þegar það væri búið fengjum við okkur kampavín og ristað brauð með osti og gúrku. en ég finn á mér að þennan mann hitti ég ekki í kvöld þess vegna fer ég sporlétt í háttinn með andrés blað og bjór. góða nótt kammerat hvar sem þú nú ert.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment