Tuesday, April 24, 2007

orð í gótóttan belg

ég var að spá í að kannski er stjórnmálafólkið feimið við að ræða íraksmálið, því þetta stríð fer fyrir brjóstið á öllum og kannski finnst fólkinu erfitt að tala um það fyrir framan sjónvarpsvélarnar, því það kremur svo í því hjartað þetta mál, og þá er betra að þegja en að fara að væta hvarmana eða sýna sorg á tímum sem annars eru svo bjartsýnir og hlaðnir fjárhagslegri velgegni og miklum framtíðarlegum tækifærum og gylliboðum sem betra er að festa einbeitingu sína við, og þá er skiljanlegt að stjórnmálafólkið haldi haus og ræði ekki harmþunga atburðina frá írak heldur líti björtum augum til framtíðarinnar sem er svo mikið rædd afþví það er enginn framtíð

No comments: