sem fyrrverandi prestfrú segi ég e.f. eftir að hafa hugsað málið í þaula:
eiturlyf eru ofmetin
of mikið er gert úr eiturlyfjum og áhrifum þeirra
sama á við um kynlíf, það er ofmetið og síðan er vanmetið það kynlíf sem við lifum í návistum við vindinn og sólina
eins vanmetum við ímyndunarafl okkar sjálfra og möguleika okkar til að hafa það skemmtilegt án neyslu
neyslu á hinu og þessu - hver kannast ekki við vellíðunina sem því fylgir að kaupa sér poka fullan af bómullarhnoðrum, heilan kassa með hraunbitum, mmmm, stóran poka af sleikibrjóstsykri, fagurgræna rauðvínsflösku, kassa af eplum, fallega sokka, kartöfluflögur, you name it, ljósgrænan brjóstarhaldara
þið vitið
tala ég fyrir daufum eyrum
enginn kemur á síðuna
en svo ég haldi áfram við þulu mína
eiturlyf eru efni fyrir fullorðna fólkið svo það geti haldið áfram að leika sér afþví margir verða svo alvarlegir eftir fermingu, þegar gengið er í fullorðinsmanna tölu, að þeir halda að þeir megi ekki lengur leika sér sem börn og verði hér eftir að stunda grimmt kynlíf, drekka sig botnlaust og stöffa sig með lyfjum afþví fólkinu er bannað að fara á róló
líf fullorðna verður oft alvarleikanum að bráð
ég hef séð stráka breytast í alvörugefna kalla á einni nóttu eftir að fyrsta barn þeirra kemur í heiminn
ábyrgðina þarf ekki að sýna og sanna með alvörugefni eða t.d. líka þunglyndi, eða t.d. reiði
og auðvitað er greið leið útúr álaginu sem þessi alvörugefni gefur manni eiturlyf
til að lyfta upp geðinu sínu
nú segi ég e.f. eftir að hafa hugsað málið í þaula:
það á að lögleiða eiturlyf
fullorðið fólk þarf ekki fóstru, fullorðið fólk passar sig sjálft
fullorðið fólk veit sín takmörk, þekkir sjálft sig, veit hvað er því gott og hvað er því ekki gott og í hversu miklu mæli það getur stundað óhóf án þess að skaðast mikið á því, án þess að deyja í nótt
fullorðið fólk þarf ekki annað fullorðið fólk til að segja sér hvað það eigi að gera, hvað það megi gera og hvað það megi ekki gera
fullorðið fólk ræður sér sjálft og ef það skaðar ekki aðra en sjálft sig er því frjálst að gera allt sem það vill og allt sem það langar
ef eiturlyf eru lögleidd komast neðanjarðarviðskipti upp í birtuna og ljósið
fólk sem finnst gott að leika sér með eiturlyf nokkra daga á ári þarf ekki að líða eins og glæpamönnum, þegar eiturlyf eru lögleg þarf fólk sem þau notar ekki að stíga yfir landamærin sem búið er að strengja á milli löglegs verknaðar og glæpa, og þó það fái sér eiturlyf, til að bæta geðið, eitthvað - hvað kemur okkur við hver ástæðan er fyrir því að fólk fær sér þessi efni - er það ekki glæpafólk og getur gengið að efnunum vísum og án þess að þurfa að hverfa ofan í undirheima
glæpir tengdir eiturlyfjum munu því hverfa og fangelsin munu ekki fyllast af fólki sem steig yfir línuna afþví það þurfti að leika sér með leikföng sem búið er að banna
þeir sem ánetjast eiturlyf, sem er lítil prósenta af mannfólkinu, þurfa ekki að niðurlægja sig og skammast sín fyrir veikleika sína heldur geta sótt sér eiturlyf í apótekum upprétt og stolt
því það er líka betra að laga líf sitt uppréttur og stoltur en að laga það þegar búið er að sparka í mann og útiloka mann frá samfélaginu, henda manni hinumeginn yfir landamærin þarsem búið er að merkja svæðið skástrika það með glæpalit
þetta hef ég allt hugsað í þaula og sérstaklega þarsem ég hef kynnst fjölda fólks í starfi mínu áður fyrr sem prestfrú
lífið er skemmtilegt
það er ekki alvarlegt og þungt
það er jafn létt og vindurinn
(til þess að finna þennan léttleika þurfa sumir að fá sér stundum súpa af víni og sumir þurfa t.d. bara að stinga hausnum útum gluggann - sumir stinga honum inn í bakarofn - sumir þurfa bara að fara í sund, sumir í bíó, sumir að leggja sig og dreyma sig fljúga, sumir að anda djúpt etc etc etc etc léttleikinn fellur aldrei úr gildi léttleikinn hefur milljóntrilljónsilljón birtingarmyndir, allar góðar, jafnvel þær sem nást með áhrifum eiturlyfja, who are we to judge - dæmið eigi og þér munuð dæmdur verða, sagði bróðir okkar allra hann jesú kristur, gleymum ekki orðum þeim)
je t´aime
Wednesday, April 11, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment