Friday, April 20, 2007

annar sumardagur

.

þegar ég vaknaði í morgun var ég ekki eins viljug að útbúa
morgunverð eins og ég er alltaf, eins og ég væri orðin
þreytt á að útbúa morgunverðinn, standa í þessu

hresst og ferskt útiloftið baðaði gluggatjöldin
í öllum herbergjunum mínum
þetta loft sem dagurinn bauð upp á geymdi augljóslega
kraft og innblástur
samt var ég treg til að fá mér morgunverð
allt er svo uppibyggilegt alls staðar
allir á leiðinni upp-á-við
sjá fram á fagnaðarvímu sigurgleðinnar einhversstaðar
rétt við sjónmálið
unga fólkið
ljóðskáldin
fólkið sem búið er að berja á svo lengi
er fullt bjartsýni
finnur að allt er að lagast að fara að lagast
í landi tækifæra eða í einhverju öðru speisi
eða einhvers staðar í rassgati
eins og sagt er
samt leit ég ekki hýru auga til morgunverðarins
þó langar mig ekki til að
syngja blús eða gráta ó nó

---

No comments: