Friday, April 20, 2007

*

gleðilegt sumar

.

í dag líður mér eins og barni sem er nývaknað og bíður eftir að einhver komi og taki það upp úr vöggunni og það er alveg rólegt því það nennir ekki að grenja, því þykir líka mjög leiðinlegt að grenja þessu barni, það fæddist ekki til að grenja
og þannig líður mér í dag

.

systir mín ætlar að kjósa sjálfstæðisflokkinn
hún segir að það sé vegna þess að hún sé ekki hópsál
hún tilheyri hvorki þjóðflokki né þjóð, eða einhverri klíku eða grúbbu
hún sé ekki grúpppía, hún sé ei - enn - ess taklingur
en ég mun kjósa vinstri græna sama hvað systir mín segir

.

brennt barn forðast brunninn, segja vinstri grænir um alla hina mörgu landsmenn
sem kjósa sama flokk og systir mín
þetta eru því skilaboð mín til hennar þó ég nenni varla að tala í dag
enda er ég ekki búin að læra að tala skv líðan minni er ég barn í vöggu

.

systir mín fór til sálfræðings og nú er hún með mig og mömmu á heilanum

.

ég elska heiminn
þess vegna kýs ég v.g.

systir mín elskar sjálfa sig
þess vegna kýs hún dé

.

bróðir minn elskar mömmu þess vegna kýs hann samfylkinguna

.

best að bíða aðeins lengur í vöggunni - án þess að grenja - einhver kemur og tekur mig upp

.

ég elska heiminn

.

ætli nýfædd börn elski meira heiminn en hinir gömlu
sem sitja við grafarbakkann með litla veiðistöng og
veiða í huganum hugmyndir um framtíðarlandið
- speisið -
hinumeginn grafar

kannski elskar gamalt fólk meira heiminn en hin nýfæddu
og þó spyr ástin ekki um magn, hvor geri meira en hin af ást

allir elska jafnt
það segjum við í vg að minnsta kosti
einhver kemur bráðum og tekur mig upp

.

ástarkveðja frá fyrrverandi frú sem er að fikra sig áfram í heiminum
sem skvísa á lausu

gleðilegt sumar og hafið góðan dag
elskiði heiminn

No comments: