Friday, April 20, 2007

að tala eins og bloggari

---

í morgun las ég viðtal við leikkonu sylvíu nætur
það var skrýtið að hún segðist ekki vera eins og
stelpurnar í nylon, að hún fylgdi engum meik-reglum
mér finnst hún hvorki betri né verri en stelpurnar
í nylon, þær eru líka allar sætar, sylvía nótt og
nælon stelpurnar, góð lög sem þær syngja og þær
syngja allar vel, bæði s.n. og n.
ef leikkonan fylgdi ekki meik-reglum, eins og
hún segist eigi gera, mundi hún bara
hafa þættina sína á dönsku eða norsku, því hún
bjó eitt sinn í noregi, og talar örugglega góða
norsku, eða það las ég í viðtalinu um að í noregi
hefði hún búið um hríð
svo skammast hún yfir listamönnum sem sitji á
rassinum og bíði eftir að allt komi upp í hendurnar
á þeim, ég held að það sé gott að fólk sitji á
rassinum, margir mættu sitja á rassinum sem eru
alltaf á þeysispani
en hún er afskaplega hæfileikarík og þarf ekki
að vera að pilla í nylonstelpurnar sem eru líka
að gera góða hluti
þetta eru afskaplega fríðar og góðar stelpur
allt saman
en sylvía ætti ekki að vera eins og bubbi
morthens alltaf að úthúða einhverjum
bjöggi halldórs úthúðar aldrei neinum til dæmis

----

mér þykir afar leitt hér á íslandi hvað fólk
talar illa um framkvæmdarleysi og leti
því leti er dyggð
hér á landi er svo mikill flautugangur
hér mætti meira púður fara í að hugsa

ég segi þetta nú bara til varnar mér og
mínum kollegum letingjunum og
þunglyndissjúklingunum

----

gangi þér vel í útrásinni sylvia night
gangi ykkur vel í útrásinni nylon
gangi þér vel í útrásinni egger með west ham
gangi þér vel í útrásinni garðar cortes thor
gangi þér vel í útrásinni björgúlfur thor
gangi ykkur vel í útrásinni vesturport leikarar
gangi ykkur vel í útrásinni öll sömul
og gangi öllum atvinnumönnunum í handbolta
og fótbolta vel
gangi þér vel í barcelona eiður smári
gangi ykkur vel að kaupa um kaupmannahöfn þið
í einhverju kaupfélagi sem ég man ekki hvað heitir
þess óskum við ykkur innilega við sem
sitjum á rassinum og bíðum eftir að
ríkisstjórnin gefi okkur hunang á snuðin okkar
bleiku og gulu og grænu
við elskum ykkur heitt
við lítum svo á að þið gerið þetta fyrir okkur
til að koma íslandi á kortið
til að gera okkur stolt og glöð
svo okkur finnist að til einhvers sé lifað
góða helgi
góða útrás
lifum heil
ástin kemur frá okkur sem höfum enga peninga
eða list að gefa
við erum bara svona aumingjalegir vitar
sem lýsa ást útí bleksvarta nóttina sem líka
er bleksvört hjá okkur á sumrin
vonandi skilar hún einhverjum auði til þjóðarbúsins
okkar hin tíkarlega
á s t

----

No comments: