við vitum ekki hvað er að gerast því klukkan átta á morgnanna er að verða bjart og núna klukkan hálf tíu skín sólin í augun á okkur, hvað er að gerast, það er einsog jörðin sé eitthvað fljótari núna í ár að láta dagsbirtuna vaxa á okkur, þetta er ótrúlegt, við trúum varla okkar eigin augum, hér rétt fyrir stuttu síðan var þessi gluggi sem nú er að fylla sig af sólskini blindfullur af myrki á þessum sama tíma dags, við mundum halda að tíminn væri á undan áætlun í ár
í dag munum við borða baunir
á morgun öskudag förum við í bæinn að sjá skrúðbúningana
bráðum förum við í bíó
No comments:
Post a Comment