Monday, February 27, 2006

bréf frá geisllegum fulltrúa og jarðneskum



elsku besta maddamma mín


en hvað ég sakna þín og en hvað ég vildi að ég væri hommi, þá hefði lífið ekki verið svona auðvelt, ég orðið stúdent úr lærða skóla, haldið suðrávið beint yfir tjörnina uppí guðfræðideild þarsem ég útskrifaðist með láði og mér rétt prestakallið á öðrum degi eftir útskriftina, þú tilbaðst mig strax og við hittumst á sama augnabliki varstu tilbúin að gera allt fyrir mig, skríða í duftinu fyrir mig, þjóna mér til borðs, þjóna mér á andlega planinu, lesa yfir ræðurnar mínar og þjóna mér í bólinu, þvo af mér og elda handa mér, ég otaði táfýlu minni framaní þig en vittu til ég gerði það óvart, ég vissi ekki betur, ég fékk allt uppí hendurnar án þess að þurfa að berjast fyrir einu né neinu og núna, þegar biskupinn hefur sagt okkur þegnum sínum að hann vilji ekkert með hommagiftingar hafa í kirkjum landsins þrái ég ekkert heitar en fella ást til karlmanns, persónu af sama kyni og ég og upplifa í botn hvað það er að þjást, afsakaðu elskulega eiginkona mín en svona er ég bara þrátt fyrir að enginn innistæða er til fyrir löngunum mínum, nema það ógeð sem ég hef fyrir sjálfum mér að vera valdamikill hrokafullur hvítur karlmaður alinn upp í paradís vesturlandanna,

síra þinn að eilífu þinn

p.s. auðvitað elska ég þig ástkæra maddamma mín þótt mig langi stundum tilað vera hommi, ég veit þú skilur mig þú hefur alltaf skilið mig til fulls



No comments: