Monday, February 27, 2006

kvöldbréf til eiginkonunnar



elsku besta eiginkona mín þú sem skilur mig svo vel

hvað heldurðu, hvað heldurðu, jah, nú höfum við aldeilis komist í feitt, í dag fór ég í göngutúr í garði hér nálægt, indælum og fögrum, í vetrarstillunum, nú nú, settist ég á bekk og var ekki lengi einn er settist hjá mér indælis munkur sem sagði mér það í óspurðum fréttum að hann væri meðlimur í félagsskap kaþólskra homma sem lifðu hreinlífi sem munkar, hann sagði mér að mjög eðlilegt væri fyrir munka og kaþólskra presta að hafa samkynhneigt tilfinningalíf afþví að frá barnæsku ættum við svo auðvelt með að persónugera Guð sem karlmann, himnaföðurinn, og sem við elskum Guð, / hann, og þjónum, byggjum við þarna á landamærunum, svo nærri svo nærri þessum saurlífishommum sem stunda kynlíf hver með öðrum og virða engin mörk, en þessi félagsskapur væri komin tilað vernda okkur hina tilað stíga ekki yfir línuna, en halda okkur í hæfilegri fjarlægð frá dýrkun djöfullegra hvata, hann bauð mér á fund, já, ég er að hugsa um að fara á stuðningsfund hjá kaþólskum óvirkum hommum sem starfa sem þjónar kirkjunnar í dag, þetta eru alþjóðleg samtök, hvernig líst þér á frú mín góð

ég elska þig af öllum mínum mætti og sálarkröftum þó mun ást mín til þín aldrei skyggja á ást mína til Guðs




No comments: