Friday, November 18, 2005

mynd af jörðinni okkar í bókabúð



systir mín og vinkonur hennar segja að konur í heimi vorum séu í sömu stöðu og fyrir 100 árum nema að vera sumar og margar kannski í okkar heimshluta með meiri peninga í vasanum, en leikreglurnar séu þær sömu og þær hafi karlmenn smíðað, og hvergi séu í gildi aðrar leikreglur en þeirra, þess vegna segja þær, að konur sem þurfi að díla við karlmenn á atvinnulegum basis og tilfinningalegum basis, geti aldrei treyst þeim fyrir sjálfstæði sínu, einlægnlega, og að einlægni sé ekki til á milli kynjanna á meðan staða konunnar er þessi, - algjörlega undir karlmönnum um allt allt allt - , þær eru harðar á þessu, mjög harðar á þessu, og svartsýnar og lýst ekkert á blikuna, þetta frelsi sem talað er um, sé frelsi tilað eyða peningunum, en reyndar sé mjög takmarkað sem hægt er að gera við peningana: fara útí búð og kaupa geislaspilara... fara útí búð og kaupa hárblásara... frelsið felist í dálitlu búðarrápi á kvöldin og um helgar, utan vinnutímans, annað sé það ekki


fuck the system sagði ég er ég var unglingur og kannski ég segi það enn



No comments: