Friday, November 18, 2005

jólatré í bókabúð



varúð: dótabúð í búningi bókabúðar

í þessari bókabúð þarsem sæta myndin var tekin fást fáar bækur en mikið af dóti sem gaman er að skoða og fingurnir mínir elska að leika sér við en ég veit ekki, kannski heitir iða ekki bókabúð, kannski heitir hún Gjafavöruverslun, því ég leitaði í bókahillunum og fann fátt af bókum sem skrifaðar hafa verið á þessu landi síðustu ár, kannski finnst þessari bókabúð leiðinlegt að vera bókabúð og skemmtilegra að vera dótabúð og vill ekki vera bókabúð og kannski var hún aldrei bókabúð in the first place og ég misskildi eitthvað í millitíðinni, en ef fólk leitar að bókum ætti það að fara annað að minnsta kosti og leitið og þér munuð finna, þetta er ágæt dótabúð ef maður veit ekki hvers er leitað


No comments: