Friday, November 11, 2005

- margt veit ég ekki -





margt veit ég ekki, ég veit ekki hvernig á að vera mamma ef ég hugsa útí það, og þegar ég leyfi tilfinningum mínum að ráða ferðinni, einsog verið er að ráðleggja manni í nútímanum, lát hjartað ráða för, þá missi ég stundum tökin - ef ég hafði einhver tök - tilfinningar mínar eru svo sterkar og mikilfenglegar, síðan ég var lítil, síðan ég fæddist, hafa tilfinningar mínar verið stærri en ég sjálf, þær ná utan um mig, en inní mér er líka ein lítil mús sem heldur að enginn ætli að gefa henni að borða, enginn ætli að elska hana, enginn ætli að sinna henni, og þessi mús verður ofsafengin þegar hún fær hugboð um eitthvað svoleiðis, ég sjálf sinni þessari mús ágætlega, en ekki alltaf heimurinn, hún vill sjást en hún er svo lítil, að fólk sér hana ekki, kannski, enginn skal segja mér að ég verði að pakka tilfinningunum saman, þrýsta þeim niður, troða þeim ofan í holu, enginn, enginn, enginn, og systir mín er sammála mér, tilfinningarnar ná utan um mig og verja mig líka um leið og þær gefa mér allt sem er þess virði að lifa fyrir, líka það að vera mamma - sem er eitt furðulegasta og margbrotnasta hlutverk sem sögur fara af - ó ó - ég tala í hringi og það er dásamlega skemmtilegt -











No comments: