maðurinn minn - fyrrverandi - þó við séu ekki skilin, og heldur ekki að borði og sæng - sem ruglaðist alveg þarna í fyrra þegar hommarnir fengu byr undir báða vængi og ný lög og einhverjir hommar voru að koma til hans tilað fá að gifta sig hjá honum í kirkjunni - og sannnast að þetta er smitandi því hann hafði aldrei verið að pæla í svona hlutum áður, aldrei neitt hommalegt við hann áður en þetta allt reið á í samfélaginu og er núna fluttur úr landi tilað lifa við vellystingar holdsins í baðhúsu og svokölluðum myrkraherbergjum þarsem ljósmyndir eru ekki framkallaðar heldur brundur sem aldrei mun framkallast í nýjum kynslóðum af börnum, en það er ekki mitt mál - á eftir að koma til mín þegar hann verður gamall og ég veit að ég á eftir að þurfa að sinna honu síðasta spölin, skipta á honum, mata hann, á einhverju elliheimili, leiða hann niður í sal og upp aftur í litlu þjónustuíbúðina okkar, svo verður, og ég kvíði því hálfpartinn og hálfpartinn ekki
við tilheyrum hippakynslóðinni þótt við værum af íhaldsömu gerðinni þegar við vorum ung, en nú er unga fólkið að segja að hjón af hippakynslóðinni skilji svona sem vinir, skilji ekki, en skilji samt, og haldi í vináttuna, aldrei hefði ég átt von á að ég myndi mynda þverskurðinn af hippakynslóðinni, ég og minn eiginmaður, sem reyndum að feta í fótspor foreldra okkar og hafa í hávegum hefðbundin kristin gildi, ég er bæði uppmeð mér að tilheyra hippakynslóðinni og teikna mig inní hana og líka ekkert uppmeð mér með það
Sunday, November 05, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment