ég er venjuleg kelling
fáir vilja vera það af skiljanlegum ástæðum
það sem gerir kalla óvenjulega er þetta typpi sem þykir vera prýði hvers heimilis
verkfæralaust er heimili mitt núorðið
ég bjó á fullkomnu heimili búnu öllum græjum í 27 ár og hvað get ég sagt
mér þykir lampinn minn sem stendur á litlu borði útí horni fegursti dýrgripur minn í kvöldhúminu
ég vorkenni fyrrverandi sem einnig er núverandi - við erum ekki skilinn og heldur ekki að borð og sæng - manninum mínum
hann er blindur
honum þykir hann sjálfur svo merkilegur
ég vorkenni honum fyrir hvað hann er ánægður með sig
og heldur að hann sé mikill prýðismaður
hvað hann er stoltur af manndómi sínum t.d.
ég sárvorkenni honum, loftkastalar hans eiga aldrei eftir að steypast yfir hann, hann mun að eilífu lifa í sinni blekkingu blindur
líka þegar hann verður gamall og manndómsprýði hans man sinn fífil fegurri
ég veit að hann mun aldrei afklæðast blekkingunni
einsog ég sem veit að ég er venjuleg kelling og ekkert merkilegt við mig, að ég er askan í öskubakkanum, laufin sem eru alveg við það að falla af trjánum, og ein af þeim sem öfunda engan, ekki þá ungu því þau eiga bara það erfiðasta eftir, ekki manninn minn afþví mér þykir hann hlægilegur
Friday, November 03, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment