elsku bestu maðurinn minn, enn hef ég ekkert heyrt frá þér, ég þori varla að skrifa nú af ótta við að þér þætti ég uppáþrengjandi að vitja þín svona en svo verð ég svo hrædd um að eitthvað hræðilegt hafi komið fyrir þig, ertu búinn að hitta homma og stíga skrefið sem þú fældist og allir hafa varað þig við að stíga eða hvað? nei ég spyr ekki meir en þrái að heyra frá þér, ég er ekki að kenna í dag, ég ákvað að taka mér frí afþví ég svaf ekkert í nótt fyrir hugsunum sem herjuðu á mig og rifu litla hjartað mitt í sig, en ég stend með mér sama hvað þú tekur þér fyrir hendur, kastar hempunni, dublar og daðrar, eyðileggur þig á lífstíl sem þér er um megn að lifa, því ég elska þig hreinum kærleik elsku besti síra minn, mér líður snöggtum betur að ávarpa þig þó ég hafi ekki hugmynd um hvort þér berist bréf mitt, ástin mín, ertu þarna einhvers staðar, að stíga í vænginn við hommana í þýskalandi, ef ég væri þýskur hommi mundi ég vera brjáluð í þig, er allt í lagi með þig, mundu að nota smokkinn, ég ann þér, þér var ég gefin ung, og gjöfin verður aldrei tekin frá þér, mundu bara það, þín, koss koss koss
p.s. ef börnin okkar vissu hvað foreldrar þeirra eru að ganga í gegnum hm,
No comments:
Post a Comment